Stjórn Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, tekur heilshugar undir yfirlýsingu stjórnar Sálfræðingafélags Íslands en í henni voru aðgerðir framkvæmdastjórnar SÁÁ gegn sálfræðingum harmaðar.
Afstaða hvetur einnig meðlimi framkvæmdastjórnar SÁÁ í heild sinni til íhuga stöðu sína vandlega enda löngu kominn tími á jákvæða þróun hjá annars stöðnuðum samtökum. Samtökin hafa meðal annars hætt meðferðum fyrir fanga eftir gagnlegt áratuga starf og voru því veikustu einstaklingarnir reknir út á gaddinn. Fyrirsvarsmenn SÁÁ hafa ekki verið til viðtals um endurskoðun þessa og telur Afstaða ljóst að heillavænlegast væri ef nýtt fólk kæmi til starfa í stjórninni á faglegum forsendum. Þá tekur Afstaða undir áskorun stjórnar Sálfræðingafélagsins um endurskoðun ákvörðun þeirrar að segja upp sálfræðingum samtakanna og að auki hvetur félagið samtökin til að tryggja að sú fagþekking sem hefur byggst upp undanfarin ár undir stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóra og yfirlæknis, verði áfram tryggð. Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið. Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma. Við sem störfum í þessum geira vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin.
Tæplega tíu þúsund íbúar landsins eru í sóttkví, og 850 einstaklingar í einangrun, sem stendur. Þar er ekki um eiginlega frelsissviptingu að ræða og í raun ekki hægt að bera aðstæður þeirra saman við dómþola sem sitja á bak við lás og slá. Aftur á móti eru kunnugleg stef sem birtast í viðtölum við þá sem eru í sóttkví og umfjöllun fjölmiðla um ástandið.
Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafa ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafa raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini síðan neyðarstigi var lýst yfir. Afplánunarfangar eru meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum. Það er ekki hundleiðinlegt til lengdar heldur mannskemmandi. Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott. Afstaða vill hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta er erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir hreint út sagt skelfilegt. Ákall vegna aðstæðna í fangelsum -Leynist ónotuð leikjatölva á þínu heimili? „Haldið ykkur heima og spilið tölvuleiki,“ voru skilaboðin frá ítölskum bæjarstjóra á dögunum þar sem hann biðlaði til íbúa bæjarins að virða útgöngubann. Fleiri ráðamenn hafa gert slíkt hið sama og dagblöð á borð við New York Times og Guardian nýverið birt umfjallanir um gagnsemi tölvuleikja á meðan COVID-19 veiran er á sveimi. Þar kom fram að tölvuleikir geti verið skemmtilegir, þeir veiti ánægju en ekki síst huggun á þessum erfiðu tímum, jafnt fullorðnum og börnum. Í fangelsum landsins er staðan þannig þessa dagana að lítið sem ekkert er um að vera. Öll starfsemi hefur verið skorið niður til þess að vernda þá sem afplána dóma sína en kostnaðurinn við þær aðgerðir er sá að fangar eru meira og minna einir inni á klefum sínum, mestan hluta sólarhringsins. Þetta hefur gríðarleg áhrif á geðheilsu fanga og rannsóknir sýnt að einangrun hefur miklar líkamlegar, tilfinningalegar, andlegar og hugrænar afleiðingar. Þrátt fyrir að margir hverjir hafi þeir leikjatölvu til að grípa í eru ekki allir fangar svo lánsamir og hafa því gott sem ekkert við að vera og enginn veit hversu lengi. Afstaða óskar af þessum ástæðum liðsinnis almennings og fyrirtækja, en á mörgum heimilum leynast leikjatölvur sem standa ónotaðar. Þessar leikjatölvur gætu gert kraftaverk þegar kemur að andlegri heilsu fanga um þessar mundir. Ekki skiptir máli hvort leikjatölvurnar séu nýjar eða gamlar, hvort þeim fylgja margir eða fáir leikir. Ef þær virka þá munu þær nýtast í fangelsum landsins. Geti einhver látið leikjatölvu af hendi rakna má hafa samband í síma 789-0717, í netfangið formadur@afstada.is eða í gegnum samfélagsmiðla Afstöðu. Hægt er að koma tölvunum til félagsins en jafnframt stendur til boða að þær verði sóttar. Saga frelsissviptra á Íslandi er þyrnum stráð, því miður. Geðsjúkir sem ekki þóttu sakhæfir voru sendir erlendis til vistunar því hvorki þótti þekking né aðstæður til umönnunar hér á landi. Aðstæður barna, sem send voru til vistunar utan heimilis, var lýst sem mannréttindabrotum í skýrslu vistheimilanefndar. Komið hefur í ljós að einangrun var beitt hér á landi, sem aðferð til pyntingar og hafði varanlega skaðleg áhrif á einstaklinga.
„Það var eins og slokknaði á öllum skynfærum. Þau höfðu ekki fengið neina næringu, ekkert til að miða sig við og heyrn og sjón og skynjunin öll dofnaði. [...] Það er búið að svipta þig öllu sem gerir þig að manni.“ - Sævar Marinó Ciesielski (f. 1955 – d. 2011) https://www.visir.is/g/2017170229234 Það er nær ómögulegt, fyrir þann sem ekki hefur upplifað, að skilja hvaða áhrif frelsissvipting hefur á líkama og sál. Afstaða hefur starfað í þeim anda; að reyna að auka skilning íslenskra stjórnvalda, og þjóðfélagsins alls, á skaðlegum áhrifum frelsissviptingar og hvetja til rannsókna á þeim aðferðum sem beitt er – þegar ná skal fram tilteknu markmiði, sem hlýtur að vera það markmið að hjálpa einstaklingi að verða betri samfélagsþegn. Hvað gerðist á árinu? 8. janúar tóku gildi breytingar á lögum um umboðsmann Alþingis, þar sem honum var falið að annast eftirlit í samræmi við viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT). Bókunin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2002. Í desember 2015 var þingsályktun um fullgildingu bókunarinnar samþykkt einróma á Alþingi. Það var þó ekki fyrr en 29. janúar á þessu ári – 15 árum eftir að undirritun – að bókunin var fullgilt af hálfu Íslands. Bókunin nær til allra staða sem vista frelsissvipta einstaklinga, í lengri eða skemmri tíma, svo sem fangelsum, lögreglustöðvum, heimilum á vegum barnaverndaryfirvalda, úrræðum fyrir fólk með geðraskanir eða geðfatlanir, dvalar- og hjúkrunarheimilum, sambýlum eða öðrum búsetuúrræðum. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/ 20. maí átti stjórn Afstöðu fund með nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndinni). Var m.a. tekið til umræðu á fundinum þær athugasemdir sem Afstaða gerði við breytingar á lögum um fullnustu refsinga, þegar ákveðið var að fella út skyldu fangelsisyfirvalda til að gera einstaklingsmiðaða vistunar- og meðferðaráætlun. Alþingi og stjórnvöld ákváðu að hunsa alvarlegar, og ítrekaðar, athugasemdir Afstöðu um þessa afturför. Án slíkrar áætlunar ríkir auðvitað bara stefnuleysi, sem gerir endurhæfingarstefnu ógerlega hér á landi – sem hlýtur þó að vera tilgangur dóma. https://www.ruv.is/frett/pyntinganefnd-evropuradsins-a-ferd-um-island Í lok maí lét fangaprestur, sr. Hreinn Hákonarson, af störfum eftir aldarfjórðung í embætti. Sr. Hreinn var einn fjögurra sem Afstaða heiðraði sérstaklega á 10 ára afmæli félagsins, fyrir störf sín í þágu frelsissviptra. Eitt af þeim góðu verkum sem sr. Hreinn hleypti af stokkunum í tíð sinni, og bíða nú nýs fangaprests, er «Englatréð» sem veitt hefur börnum fanga yl og birtu um jól. Félagið hlakkar til samvinnu við nýjan fangaprests. http://www.afstada.is/blogg/fangar-eiga-lika-born Í júní átti formaður Afstöðu fund með menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur. Nefnd um menntamál fanga hefur verið að störfum innan ráðuneytisins, en Afstaða hefur því miður ekki haft aðkomu að þeirri vinnu. Það er mat Afstöðu, þegar kemur að þessum viðkvæma málaflokki, að mikilvægt sé að sú víðtæka reynsla sem er að finna innan félagsins sé nýtt – öllum til hagsbóta. Á það bæði við þegar kemur að stefnumótun, sem og framkvæmd stefnunnar. Í ágúst lést fangi á Litla-Hrauni, en krufning leiddi í ljós að viðkomandi hafði neytt mikils magns af efninu «Spice». Rúmum tveimur árum áður hafði Afstaða þó varað við því í blaðagrein að vitlausar áherslur yfirvalda í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu myndu leiða til enn harðari neyslu. Spá félagsins hefur ræst skref fyrir skref og nauðsynlegt er að stjórnövld skipi strax ráðgefandi nefnd fyrir ríkisstjórnina um þessi mál með aðkomu Afstöðu og Frú Ragnheiðar(RKÍ). https://www.visir.is/g/2017170309994 29. október felldi siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurð í máli Afstöðu gegn umfjöllun DV, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ritstjórinn hafi brotið gegn siðareglum blaðamanna. Var ritstjórinn átalinn fyrir að birta ljósmyndir af einstaklingi sem var í afplánun á áfangaheimili fangahjálparinnar Verndar; tekið myndir og lýst bifreiði í eigu móður hans sem hann hafi til umráða; birt heimilisfang móður hans; fjallað um fötlun bróður hans og rætt andlát föður hans - sem ekkert erindi átti við almenning. Því miður hefur orðið aukning á óvandaðri umfjöllun fjölmiðla þar sem gert er út á múgsefjun, fremur en upplýsingamiðlun – sem á raunverulegt erindi við almenning. https://www.press.is/static/files/Malsurskurdir/urskurdur-mal-nr.-5-2019-2020.pdf Desember var mánuður vonar... ...þá tók félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, við skýrslu starfshóps um málefni fanga að lokinni afplánun sem Afstaða átti m.a. sæti í. SJÁ: Greinargerð Afstöðu til starfshópsins ...kynnti heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að gerður hefði verið samningur við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. ...birti dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, myndskeið á fésbókarsíðu sinni þar sem hún kynnti aðgerðaráætlun sem felur m.a. í sér að efla heilbrigðisþjónustu meðan á afplánun stendur og að framkvæmd þjónustu í fangelsum verði markviss og samhæfð. Þá talaði hún um mikilvægi þess að efld verði menntun starfsmanna fangelsanna. Afstaða tekur undir þessar áherslur, en telur mikilvægt að samhliða breyttu hlutverki verði hætt að kalla starfsfólk fangelsa «verði». https://www.facebook.com/aslaugarna/videos/580533992774759/ Ef síðasti mánuður ársins 2019 er merki um það sem koma skal á nýju ári – þá er von um að í vændum séu jákvæðar breytingar á málaflokknum og merki um að skilningur á tilgang dóma sé að aukast. Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja Það þarf þó að horfa á viðfangsefnið í víðara samhengi, því ekki er nóg að horfa á einn anga réttarkerfisins. Auka þarf t.d. úrræði dómstóla við úrlausn mála, sem í dag miðast fyrst og fremst við beitingu sekta og fangelsisdóma. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp um sjálfstætt eftirlit með lögreglu, sem nauðsynlegt er að komið verði á fót. Nefna mætti fleiri mál sem liggja fyrir Alþingi, eins og frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni ásamt þingsályktunartillögu um betrun fanga. https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-411.pdf https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-682.pdf Fyrri part ársins hóf Afstaða rekstur skrifstofu þar sem m.a. er hægt að eiga viðtöl við aðstandendur fanga. Það er enda hópur sem hefur lítið verið sinnt, en þarfnast aðstoðar; bæði þjónustu og upplýsinga. Mikilvægt er að komið verði á fót miðstöð slíkrar þjónustu, þangað sem bæði dómþolar og aðstandendur þeirra geta leitað; þar sem allir þjónustuaðilar eru með aðstöðu. Afstaða hefur áður bent á að Hegningarhúsið fyrrverandi væri tilvalinn staður til að hýsa slíka þjónustumiðstöð. Sú von er enn til staðar! http://www.afstada.is/blogg/um-aramot-frelsi-hvad-svo Afstaða óskar öllum frelsis og velfarnaðar á nýju ári. Guðmundur Ingi Þóroddsson formadur@afstada.is Þetta var meðal þess sem stóð á miðunum sem héngu á “Englatré” því sem fangapresturinn, sr. Hreinn S. Háonarson, kom fyrir í anddyri Grensáskirkju á fyrsta í aðventu - nú 12 árið í röð.
“Á jólatré þetta eru hengd lítil spjöld í engilsmynd og tréð því kallað Englatréð. Á spjaldi þessu stendur leyninafn barnsins og aldur. Safnaðarfólk hefur síðan verið hvatt til þess að taka eitt spjald og finna litla gjöf handa viðkomandi barni og leggja hana síðan við tréð. Fangaprestur setur síðan nýjan jólamerkimiða á hvern pakka eins og væri hann hver annar jólasveinn (!) því hann veit hið rétta nafn barnsins, skrifar það á miðann og setur á gjöfina með kveðju frá vini eða vinkonu, eða jólasveininum. Englaspjöldin hafa alltaf runnið út því fjölmargir hafa viljað leggja málinu lið. Fjöldi spjalda skiptir tugum og stundum hefur þurft að hafa tvö spjöld á barn til að koma til móts við hinn mikla áhuga og velvilja safnaðarins” sagði m.a. í pistil sr. Hreins um þetta efni á heimasíðu hans wwwfangelsismal.is http://www.fangelsismal.is/2018/12/02/faein-ord-a-adventu-um-born-fanga-og-englatred/ Já, velviljinn er mikill gagnvart þeim sem minnst mega sín – þ.e. börnum þeirra sem dvelja í fangelsum um jólin. Því það eru í reynd þau sem þjást vitandi af foreldri sínu sem er aðskilið frá fjölskyldu og vinum á þeim tíma ársins sem fólk kemur saman til að treysta böndin. Vanlíðanin hjá þeim sem í fangelsi eru snýr enda fyrst og fremst að því að hugsa til barnanna, fjölskyldu og vina – sem hafa áhyggjur af hinum frelsissvipta. Afstaða vill þakka öllum sem sýna föngum, börnum þeirra og öðrum vandamönnum hlýhug og skilning, nú þegar jólin ganga í garð. Afstaða óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. ritstjorn@afstada.is Í gær lauk alþjóðlegri ráðstefnu, fyrstu sinnar tegundar, þar sem fjallað var um leiðir í viðurlögum við afbrotum á grundvelli reynslu í Evrópu. Gömul viðhorf, um að það sé góð leið að kasta fólki í dyflisu ef það virðir ekki þá samfélagssáttmála sem settir hafa verið í lög, virðast á útleið með aukinni þekkingu – sem byggð er á rannsóknum.
Margar leiðir, aðrar en fangelsi og fésektir, voru kynntar til sögunnar. Sáttarferli, meðferðarúrræði við brotum undir áhrifum lyfja og vímuefna, og aðferðir til að fá hinn brotlega til að horfast í augu við gjörðir sínar. Því ef einstaklingur keyrir ítrekað undir áhrifum efna sem brengla athygligáfur hans, mun hann vissulega ekki keyra ef hann er í fangelsi, en tilgangurinn hlýtur að vera að fá hann til að láta af hegðun sinni. Því hafa dómstólar fengið fleiri úrræði til að beita við úrlausn mála. Til að dómari geti tekið upplýsta ákvörðun er lögð fyrir hann skýrsla (s.k. Pre-Trial Report) sem hann leggur til grundvallar, ásamt samtali við sakborning, áður en kveðinn er upp dómur í máli. Ásamt því að fallast á niðurstöðu dómarans, þar sem beitt er öðrum leiðum en fangelsisvist, er jafnframt möguleiki á að viðkomandi beri ökklaband ásamt öðrum skilyrðum. Í íslenskum lögum er heimild fyrir að beita meðferðarúrræði, en svo virðist sem því sé ekki beitt þar sem dómarar telja aðhald og eftirfylgni skorta. Víða í Evrópu hefur hins vegar myndast traust, með milliliðalausum samskiptum dómara við þá sem skilorðseftirlitinu sinna, sem hefur aukið beitingu annarra úrræða en fangelsisvist. Úrræði byggð á rannsóknum Á ráðstefnunni var fjallað um rannsóknir sem byggja á beitingu nýrra úrræða, enda rannsóknir grundvöllur þess að hægt sé að meta hvort ætluðum tilgangi sé náð; að koma í veg fyrir frekari afbrot. Sameiginleg þróun á matsskýrslum, sem gerðar eru við upphaf afplánunar, leiðir einnig til þess að raunverulegur samanburður er nú mögulegur milli landa. Á því byggja úrræðin sem beitt er. Ef kemur í ljós að þau eru ekki að virka, þá er öðrum aðferðum beitt. Það er merkilegt og uppörvandi að sjá hversu mikið er litið til Norðurlandanna þegar kemur að betrunarúrræðum. Í gegnum þróunarsjóð EES landanna (sem eru 3 lönd; Noregur, Ísland og Liechtenstein) er jafnframt stutt við framfarir á þessu sviði í Evrópu. Noregur er þar í fararbroddi og styður með markvissum hætti við fjölda verkefna á þessu sviði með sérfræðiþekkingu, stuðningi og aðhaldi. Ísland ekki með Reyndar er það ofsögum sagt að telja Ísland með þeim löndum sem litið er til. Glærur með norrænum samanburði innihéldu enda ekki upplýsingar frá Íslandi, enda hér ekki stundaðar markvissar rannsóknir á þessu sviði. Þess er enda getið í norrænum samanburðarskýrslum, að í raun sé samanburðurinn ekki marktækur. Til þess að samanburður sé mögulegur þurfa löndin að hafa úrræði og kerfi sem hægt er að bera saman, en svo virðist sem Ísland fjarlægist æ meir þau lönd sem við viljum svo oft bera okkur saman við! Á Íslandi höfum við þó góðan efnivið til að búa til gott betrunarkerfi; t.d. vel menntaða dómara, tvö opin fangelsi og ökklabönd. En, eins og Afstaða hefur ítrekað bent á skortir allt «innihald» hér á landi. Ef dómstólarnir hafa ekki nein önnur úrræði að beita en fésektir og fangelsi; ef ekkert einstaklingsmat fer fram og metin þörf á aðstoð; ef umsjón með ökklaböndum er bara falin einhverri öryggismiðstöð út í bæ, án þess að því fylgi einhver önnur úrræði, þá er ekki von á góðu. En það vill svo til að aðstoðin stendur til boða. Aðstoð við að koma á fyrirmyndarkerfi að "norrænni fyrirmynd". Það er eitthvað sem við ættum að nýta okkur! Réttarvörslukerfið byggir á því að ef að einstaklingur fremur afbrot er hann dæmdur til viðeigandi refsingar af hálfu dómstóla. Dómstólar landsins eru skipaðir af lögfræðimenntuðum einstaklingum, sem hafa öll gögn málsins undir höndum og hlusta á vitnisburð gerandans, þolandans og vitna að hlutaðeigandi máli. Þegar afplánun afbrotamannsins er lokið hefur skuld hans við samfélagið verið greidd. Þannig virkar kerfið okkar – afbrot er framið og refsing er tekin út. En hvað svo?
Staðreyndin er sú að dómþolar koma út í samfélagið aftur og munu þurfa að hafa í sig og á og afla sér og fjölskyldum sínum lífsviðurværis. Það að hafa setið inni breytir ekki gangi lífsins og dómþolar þurfa að afla tekna, rétt eins og þeir sem hafa hreina sakaskrá. Eðli máls samkvæmt er rétt og eðlilegt að viss afbrot leiði til takmarkana á því að starfa við tiltekin störf, t.d. maður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum vinni með börnum eða maður dæmdur fyrir fjársvik/fjárdrátt starfi við umsýslu með peninga annarra. Nýverið hafa heyrst háværar raddir um að dómþolar eigi ekki að starfa við hin ýmsu störf á hinum frjálsa markaði eða hjá hinu opinbera. Þeir eiga helst ekki að starfa sem lögmenn, umönnunaraðilar, kennarar, læknar, hjúkrunarfræðingar, bílstjórar, leikarar eða í öðrum sýnilegum störfum. Þá er einnig ákjósanlegast að vinnuveitendur reki fólk ef upp kemst að viðkomandi hefur setið inni, án tillits til þess hvort viðkomandi sé reglusamur, hafi sinnt starfi sínu vel eða hafi gerst brotlegur við lög á ný. Í rauninni eru afar fá störf sem þykir ásættanlegt að dómþolar inni af hendi. Spyrja má hvort þau störf sem eftir standa séu eitthvað verri en þau sem áður eru upptalin – hvers vegna er skárra að dæmdur einstaklingur afli tekna við að malbika götur borgarinnar heldur en við málflutning í dómsmáli um galla í fasteign eða við að þylja texta úr hugarheimi Shakespeare? Öll leggjum við eitthvað af mörkum til samfélagsins, dæmd sem ódæmd. Er ekki skárra að dómþolar afli sér lífsviðurværis í gegnum störf sem þeir eru menntaðir til, hafa áhuga á og eru góðir í – í stað þess að leggjast á velferðarkerfið, þar sem brotaþolar og aðrir samfélagsþegnar greiða í raun fyrir uppihald viðkomandi? Eða vegur refsigleðin og hefndargirnin svo mikið þyngra heldur en svo? Á undanförnum árum hefur orðið mikil og góð þróun í fangelsismálum á Norðurlöndunum þar sem stefnt hefur verið að því að styrkja betrunarstefnuna í stað þess að halda uppi refsistefnu. Betrunarstefnan gengur út á það að sá tími sem varinn er í afplánun sé uppbyggilegur fyrir dómþolann, í stað þess að honum sé varið í tímabundna geymslu á kostnað skattgreiðenda. Þetta hefur gefið góða raun og leitt til lægri endurkomutíðni í fangelsi, sem þýðir raunar að afbrotum, og þ.a.l. þolendum, hefur fækkað. Markmið betrunarstefnunnar verður þó að viðhaldast þrátt fyrir að afplánun sé lokið. Útskúfun og brennimerking dómþola er miðaldarleg aðferð og hefur aldrei virkað. Þvert á móti kann útskúfun dómþola úr samfélaginu að skapa biturð og reiði og er þá frekar til þess fallin að auka líkur á endurtekningu afbrota. Skerðing atvinnuréttinda er skerðing stjórnarskrárvarinna mannréttinda. Sú mikla og góða þróun sem hefur verið í fangelsismálum hefur verið í þá átt að vernda mannréttindi dómþola, jafnt sem annarra borgara. Til þess hefur þjóðin skuldbundið sig með alþjóðlegum sáttmálum. Skerðing atvinnuréttinda einstaklinga, sem þegar hafa tekið út sína refsingu, væri þannig mikið afturfararskref. Við sem manneskjur getum verið grimm og hefnigjörn og það er heimsins eðlilegasti hlutur. Hins vegar hefur verið ríkjandi almenn sátt um að samfélagið okkar þurfi að vera betra en svo. Samfélagið þurfi að vera miskunnsamt og mannúðlegt. Er ekki hægt að fallast á að veigamikil rök mæli með því að sýna dæmdum einstaklingum þá mannúð að gefa þeim annað tækifæri í lífinu eftir að þeir hafa afplánað þá refsingu sem var talin viðeigandi af dómstólum? Að útskúfa þá ekki og heimila þeim að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, með því að vinna störf sem hæfir þeirra menntun, hæfileikum, dugnaði o.s.frv., eins og gengur og gerist með annað vinnandi fólk? Sé fólk ósammála þessu og almennt hlynnt afar yfirgripsmiklum skerðingum á mannréttindum dæmdra manna, er rétt að taka til skoðunar hvort það vilji ekki í raun fá lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingar leidd í lög á Íslandi. Slíkar refsingar eru t.a.m. að finna í hinum ýmsu ríkjum sem við höfum almennt ekki viljað líkjast þegar kemur að fangelsismálum – eða mannréttindamálum yfirhöfuð. Fróðlegt væri að sjá hvort slíkar aðgerðir myndu leiða til réttlátara og betra samfélags – sem hlýtur að vera endanlegt markmið okkar allra. Eða hvað? Nú hefur SÁÁ tekið ákvörðun um að sinna ekki einum hópi fíkla. Þetta er sá hópur sem hefur sennilega verst orðið úti vegna misnotkunar fíkniefna og hlotið dóm fyrir, sem afplána hefur þurft í fangelsi. Fyrir vikið er nú m.a. hópur fanga sem er fastur í fangelsi, því framgangur í kerfinu er skilyrtur því að viðkomandi fari í meðferð – áður en hann losnar. Undanfarinn mánuð hefur minnst einn í viku hverri látist sem ég þekkti, eftir að hafa kynnst honum í fangelsi. Orsökina má meðal annars rekja til úrræðaleysis gagnvart vanda þessara einstaklinga. Þegar SÁÁ ákvað að hætta að þjónusta fanga sendi ég bæði fangelsisyfirvöldum og SÁÁ erindi þar sem ég leitaði skýringa. Svörin sem ég fékk voru að uppi væri krafa um aukin fjárframlög til SÁÁ, auk þess sem ekki væri valdir nægjanlega hentugir fangar til að veita aðstoð með meðferð að lokinni afplánun. Þrátt fyrir að ég hafi óskað ítarlegri svara frá formanni SÁÁ, hafa þau ekki borist. Rétt er að taka fram að SÁÁ fær myndarlegar greiðslur frá ríkinu ár hvert til að standa undir starfseminni. Fyrir mér lítur staðan út sem einhvers konar fjárkúgun, þar sem ríkisvaldinu er stillt upp við vegg til að auka fjárframlög. Á meðan sitja hin raunverulegu fórnarlömb aðgerðarleysisins hjá, og líða fyrir – jafnvel með lífi sínu. Réttast væri að hið opinbera stöðvaði, nú þegar í stað, öll opinber framlög til SÁÁ. Staðan er einfaldlega grafalvarleg - og ólíðandi! formadur@afstada.is Author: Gudmundur Ingi Thoroddsson, Chair of Afstada: the Icelandic society of prisoners and other interested parties on better prison policies and prisoner betterment.[2]
From the beginning of this century I have been imprisoned two times, totally for 14 years for non-violent crimes. Icelandic taxpayers have already paid 132.995.520 ISK for my incarceration and when I have fully served my sentence additional cost of 1.680.000 ISK will have… and the total cost therefore up to 134.435.520 ISK. During these 14 years in prison I have received payments from the government 14.560.00 ISK which is in fact "black money", though officially called either contribution or benefits. At least I don’t have to pay any taxes from these payments, but I also do not earn any rights which taxpayers earn; like right to unemployment benefits after released and other social benefits which is one of the basic principles in the Nordic social welfare system. Even if it’s 18 years since I first got in prison, I have not yet received any professional help on how the incarceration could possible help me to become a better person; advices how I could get the best out of my stay in prison and help to make plans throughout my imprisonment, e.g. what treatments are available and other possible resources for support. During these 14 years I have probably met with either social worker or psychologist around seven times, which is actually more often than many other prisoners can say. When I first served my time there was hardly any studies available, and definitely not any craft studies or any professional help to change my life so I could get out of prison as a changed and better man. This is the reason why more than every second prisoner get back in prison again in Iceland. And that’s what happen to me. For me, the prison was in fact some kind of “criminal school” where the more experiences shared knowledge to the younger ones. Why not to put more effort on professional help to get prisoners on the right track again? Instead, I've been stored in the most expensive storage available. For the same amount of money it would be possible to offer much more effective assistance; even fully staffed housing, special designed education, different types of treatments, craft studies and possibly other options - which would be much cheaper than what I have cost. With new approach, where we would help instead of punishing, we could get down the recidivism rate[3] if only we would help convicted to find new path into the right direction; with emphasize on education and other types of training. And what is more, we would reduce the harm which is caused by crimes. Stop wasting billions on a system which doesn’t return anything back to the society, but only screams for more spending of taxpayers’ money. Let’s build up an effective system that actually benefits the entire society. It’s possible, and actually done with good result elsewhere, but requires cross-party political will and public support – which in the end pays the bill. [1] 134.435.520 ISK is equal to 1.330.000 USD [2] First published in the Icelandic Newspaper, Frettabladid 25th April 2018 http://www.visir.is/g/2018180429447/eg-kosta-134.435.520-kronur- [3] ‘Why Norway’s prison system is so successful’ http://www.businessinsider.com/why-norways-prison-system-is-so-successful-2014-12 formadur@afstada.is Ég hef setið í fangelsi í 14 ár af 24 ára samanlögðum dómum fyrir ofbeldislausa glæpi frá aldamótum. Ég hef nú þegar kostað skattgreiðendur 132.995.520 krónur og þegar afplánun lýkur hafa bæst við 1.680.000- krónur eða samtals 134.435.520- krónur. Þetta er kostnaður við fangelsisdvölina sjálfa en við bætist kostnaður í heilbrigðiskerfinu, almanntryggingakerfinu, hjá lögreglu og dómstólum og því má alveg gera ráð fyrir að uppæðin sé töluvert hærri og jafnvel um 200.000.000-kr. Ég miða við opinberar tölur og er ekki að kvarta yfir því að ég hafi verið settur í fangelsi heldur aðeins að sína fram á hver staðan sé í þessum málum.
Á þessum 14 árum hefur Fangelsismálastofnun greitt mér 14.560.00 krónur í „svört“ laun sem nefnd hefur verið þóknun eða dagpeningar. Ég greiddi enga skatta af þeim peningum en er líka án allra réttinda og trygginga og þegar ég kem aftur út í samfélagið get ég til dæmis ekki farið á atvinnuleysisbætur þar sem ég hef aldrei greitt krónu í skatta eða gjöld. Í fangelsinu hef ég enn ekki fengið viðtal hjá fagfólki, nú 18 árum eftir að ég kom fyrst inn til afplánunar, sem gera myndi í samráði við mig vistunar- og meðferðaráætlun um það hvernig ég gæti hagað minni afplánun og hvaða leiðir eru bestar fyrir mig til þess að standa mig í fangelsinu. Sama fagfólk gæti upplýst mig um hvaða meðferðir eru í boði og hvaða leiðir eru bestar til þess að koma út úr fangelsinu sem betri maður. Ég hef aftur á móti hitt sálfræðing og félagsráðgjafa á þessum 14 árum í fangelsi, sjö sinnum eða svo og það eru ekki allir svo heppnir að hitta þá svona oft. Eftir fyrri afplánun mína, þar sem engin aðstoð var veitt, nám var ekkert og þess þá síður verknám, var ekkert eða enginn sem reyndi að breyta mínum hugsanagangi og reyna að hafa áhrif á hvernig ég myndi haga lífi mínu sem frjáls maður. Það er einmitt ástæðan fyrir því að meira en helmingur allra fanga enda aftur í fangelsi. Og þannig var það hjá mér. Fyrir mig var fangelsið glæpamannskóli og ég fór af fullum krafti í að halda áfram fyrri iðju, það eina sem ég kunni og hafði áhuga á, á þeim tíma. Hvernig hefur verið unnið með mig fyrir allan þennan pening? Því er auðsvarað. Ekkert hefur verið gert. Ég hef verið vistaður í langdýrustu geymslu sem til er. Það hefði verið hægt að kaupa íbúð og vera með einn starfsmann allt árið um kring með mér, vera með sérkennslu, meðferðir, starfsþjálfun og verknám fyrir minni pening en þetta hefur kostað, sem sýnir að það er eitthvað verulega mikið að. Nú er kominn sá tími í afplánun minni að ég má vinna fyrir utan fangelsið á fullum launum alla virka daga í eitt ár áður en mér er gert kleift að gista á áfangaheimili. Það þýðir að ég fæ að halda fullum launum í eitt ár ef ég er að vinna. Skattgreiðendur borga fyrir mig húsnæði allt árið og greiða fyrir mig kvöldmat á virkum dögum og fullt fæði um helgar. Hins vegar ef ég er öryrki þá er ólíklegt að ég geti nýtt mér þetta úrræði þar sem ég hefði ekki efni á að keyra sjálfur á milli opna fangelsisins og sjálfboða vinnunnar. Það sama er að segja ef ég myndi nýta mér þetta úrræði til að stunda nám. Þá fengi ég ekki námslán sökum þess að nánast hver einasti fangi er á vanskilaskrá og fengi heldur ekki félagslegar bætur því ég væri í námslánshæfu námi. Er þetta ekki allt frekar öfugsnúið? Niðurstaða mín í þessu öllu er að ef við komum upp betrunarstefnu í fangelsin og útskrifum fanga með menntun og starfsþjálfun, þá fækka endurkomum, minnkar kostnaður og brotaþolendum fækkar. Hættum að greiða tvo til fjóra milljarða á ári í kerfi sem skilar engu til baka heldur bara tekur meira á hverju ári. Komum á skilvirku kerfi sem gagnast öllu samfélaginu. Við getum það en það þarf þverpólitískan vilja til þess, sem og meiri áhuga almennings á þessu málaflokki. formadur@afstada.is |
höfundarGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga, um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is pistlasafn
April 2020
|