Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Um áramót – FRELSI. HVAÐ SVO?

31/12/2016

Comments

 
Þannig spurði Afstaða á liðnu ári - FRELSI. HVAÐ SVO? - þar sem vakin var athygli stjórnvalda og almennings á því úrræðaleysi sem blasir við föngum er þeir losna úr fangelsi  og út í samfélagið að nýju. Síðla árs kynnti síðan Reykjavíkurborg nýskipaðan samráðshóp sem ætlað er að skila tillögum að úrbótum á félagslegri þjónustu við fanga. Afstaða telur að Hegningarhúsið, sem lokað var í júní sl., væri kjörinn staður til að hýsa starfsemi sem samræmdi aðstoð við dómþola, allt frá því þeir eru sviptir frelsi sínu – og út í frelsið á ný. Þar væri jafnframt hægt að selja varning framleiddan af föngum, selja veitingar og hýsa fangelsisminjasafn - og færa þannig nýtt líf í húsið, á gömlum grunni.
Picture
Hegningarhúsið fær senn nýtt hlutverk. Afstaða telur húsið eiga nú að sinna betrun. Mynd: Bændablaðið
Árið 2016 tók Afstaða þátt í ráðstefnum um betrun á árinu, og má fyrst nefna málþingi í Norræna húsinu í janúar þar sem Knut Storberget, fyrrv. dómsmálaráðherra Noregs kynnti fyrir Íslendingum hvernig innleiðing betrunarstefnu lækkaði endurkomutíðni í norsk fangelsi.  Pallborðsumræður voru einnnig í Norræna húsinu í september þegar „Fundur fólksins“ var þar haldinn og til umræðu var tilgangur dóma. Í október stóðu svo ADHD samtökin fyrir vitundarvakningunni "Að fanga tækifærin" og gáfu út fræðsluefni um tengsl afbrota og ADHD. Afstaða tók svo í desember þátt í kynningu, ásamt Rauða krossi Íslands, á verkefni norska Rauða krossins um eftirfylgni og aðstoð að lokinni afplánun.
 
Í mars  voru ný lög um fullnustu refsinga samþykkt á Alþingi. Afstaða hafði skilað inn viðamikilli umsögn um frumvarpið og hafði átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um málið. Margt hefðum við viljað sjá öðruvísi, enda þótti frumvarpið illa unnið og alls ekki nógu vel hugað að innleiðingu betrunarstefnu, eins og vonir stóðu þó til.

Nú er liðið ár síðan Alþingi samþykkti einróma að ríkisstjórnin skyldi fullgilda OPCAT, sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Fyrirspurn Afstöðu til utanríkisráðherra um málið, sem hafði verið á borði ráðherra í tvö ár, var þó svarað á árinu – með því að framsenda það til innanríkisráðherra, sem segist vera að vinna í málinu!

Í janúar var Halldór Valur Pálsson skipaður forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir allt þetta ár hefur forstöðumaðurinn ekki séð sér fært að funda með formanni Afstöðu. Áfram mun ég reyna að fá hann að borðinu, enda ekki að vænta mikilla sigra í fangelsismálum nema stjórnendur fangelsanna leggi við hlustir og taki gagnrýni umræðu frá talsmönnum fanga.
 
Fangelsismálastofnun var veitt fjárveiting til að standa straumi af helgaropnun Barnakots eftir hávær mótmæli Afstöðu við lokun aðstöðunnar, sem er heimsóknaraðstaða fyrir börn fanga. Þrátt fyrir að fjárlaganefnd Alþingis hafi sérmerkt fjárframlagið helgaropnunum Barnakots var það aldrei opið um helgar á árinu sem er að líða. Í hvað fóru þá peningar ríkisins sem eyrnamerktir voru Barnakoti?
 
Afstaða opnaði í október heimasíðuna www.domareiknir.is  en þar geta fanga og aðstandendur þeirra reiknað út framganginn í fangelsiskerfinu og vitað nokkuð fyrir víst hvenær dagsetningar eru á hinum og þessum úrræðum í kerfinu. Þar er einnig að finna upplýsingar um þá lögmenn sem Afstaða vann heimasíðuna í samstarfi við. Heimasíðan var svar Afstöðu við ítrekuðum athugasemdum almennings um að aðgengilegar upplýsingar um framgang í fangelsiskerfinu skorti.
 
Stórt skref var stigið á árinu þegar Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur tók sæti í stjórn Afstöðu. Ekki aðeins er Aðalheiður eina konan í stjórninni, heldur er þetta í fyrsta skipti sem einstaklingur sem hvorki er fangi né aðstandandi fanga tekur sæti í stjórn félagsins. Aðalheiður hefur komið inn með ferskan blæ í félagið og er tilhlökkun að halda áfram því góða samstarfi sem hefur verið á árinu.
 
Um leið og Afstaða þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða vonum við að framhald verði á því góða samstarfi á nýju ári - þar sem allir halda áfram að leggjast á eitt við að aðstoða fanga að takast á við lífið, í og eftir afplánun.
 
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV