Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Umboðsmaður fundar með Afstöðu

1/12/2014

Comments

 
PictureTryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis fundaði nýverið með formanni Afstöðu á Akureyri.
Nýverið hélt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis fund með mér hér á Akureyri og fórum við vítt og breitt yfir öll helstu mál sem Afstaða hefur beint til umboðsmanns. Umboðsmaður hefur í kjölfarið sent innanríkisráðuneytinu (mál nr. 8225/2014) og fangelsismálastofnun (mál nr. 8235/2014) erindi þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga fyrir 15. desember næst komandi.

Eitt helsta vandamál fanga í samskiptum við stjórnsýsluna er þegar hann telur sig órétti beittan. Getur liðið afarlangur tími frá því að málið er kært þangað til endanleg niðurstaða fæst.

Til að tæma kæruleiðir innan stjórnsýslunnar þarf fyrst að liggja fyrir niðurstaða forstöðumanns viðkomandi fangelsis, sem er svo kæranleg til fangelsismálastofnunar, en sú niðurstaða er síðan kæranleg til innanríkisráðuneytisins. Þetta ferli getur tekið marga mánuði, og allt upp í ár.

Það er svo ekki fyrr en kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hafa verið tæmdar að hægt er að kvarta til umboðsmanns Alþingis, sem getur lokið málinu með áliti. Niðurstaða umboðsmanns er þannig ekki bindandi fyrir ráðuneytið, en umboðsmaður getur beint tilmælum til stjórnvalda um að taka mál upp að nýju – með hliðsjón af áliti umboðsmanns.

Ljóst er að sá sem í fangelsi er á erfitt með að reka slíkt mál, sem verður oft til þess að mál eru annað hvort látin niður falla, þar sem þeim er ekki fylgt eftir, eða aldrei hafin vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar og tímafrekrar málsmeðferðar.

Umboðsmaður hefur fengið tölvert af gögnum á undanförnum árum um mál sem stjórn Afstöðu hefur vakið athygli á að þarfnist frekari skoðunar. Mörg þessara mála lúta að málsmeðferð og málshraða hjá stjórnvöldum.

Meinbugir á lögum
Umboðsmaður Alþingis lauk máli 13. júlí 2012 (nr. 6424/2011) þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að betra væri, í samræmi við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar, að lög um reynslulausn væru orðuð með skýrari hætti. Um væri að ræða meinbugi á lögum.

Málshefjandi hóf málið hjá fangelsismálastofnun 24. ágúst 2010 sem lauk með úrskurði innanríkisráðuneytisins 29. apríl 2011. Umboðsmaður lauk svo málinu 13. júlí 2012 með því að vekja athygli ráðuneytisins og Alþingis á að hann teldi að um væri að ræða meinbugi á lögum.

Enn hefur þó hvorki Alþingi né innanríkisráðuneytið brugðist við niðurstöðu umboðsmanns Alþingis.

ritstjorn@afstada.is

Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV