Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Samkeppni um nýtt merki Afstöðu

Listaháskóli Íslands efnir til samkeppni um nýtt merki Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun í tilefni af 10 ára afmæli Afstöðu.

Þriggja manna dómnefnd metur innsendar tillögur og hvaða merki skuli verða einkennismerki Afstöðu. Nefndin getur þó hafnað öllum tillögum, sem og veitt fleiri tillögum en einni viðurkenningu. 

Dómnefndin er svo skipuð:
  • Einar Gylfason, stundakennari í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
  • Anna Rakel Róbertsdóttir Glad, B.A. í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands.
  • Guðmundur St. Ragnarsson, lögfræðingur frá Háskóla Íslands og eigandi Versus, lögmenn.
Picture
Í Noregi og Danmörku heita stofnanir þær sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; kriminalomsorgen og kriminalforsorgen  sem mætti útleggjast á íslensku sem betrunarstofa. Merki þeirrar norsku er auk þess tákn um útrétta hönd meðan það danska sýnir einstakling sem blómstrar.  Slík nálgun í nafngift og táknum endurspeglar starf þar sem betrum einstaklingsins er í forgrunni. Það sem meira er, að það er táknmynd þroskaðrar stefnumótunar, umræðu og viðhorfa.
Picture

Afstaða var stofnað á Litla-Hrauni 23. janúar 2005

Markmið félagsins eru fyrst og fremst þau að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna.  Hugað er í hvívetna að aðstandendum fanga, fjölskyldum, vinum og öllum öðrum sem sitja í fangelsi úti í hinu frjálsa samfélagi vegna tengsla við fanga. AFSTAÐA hvetur alla fanga til góðra og göfugra verka, með að markmiði að viðhalda von þeirra og sýnilegum markmiðum á meðan fangavist varir og að henni er lokinni.  Félagið mun, eftir því sem kostur er, standa að fræðslu á meðal fanga jafnt sem frjálsra manna og veita aðstoð öllum þeim sem hennar óska eftir því sem kostur er og tækifæri til.  Ætlunin er að fræða og upplýsa um fangelsi, orsakir fangavistar og afleiðingar hennar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Félagið mun haga störfum sínum með þeim hætti sem best hentar félagsmönnum, aðstandendum, fangelsisyfirvöldum og öðrum þeim sem málefni félagsins kunna að varða.
  • Merkið þarf að falla innan þess að vera 250x250 pxl 
  • fara vel á facebook (þar sem myndin birtist ferköntuð) 
  • sem og á Google+ (þar sem hún birtist í hring). 
  • þarf að vera hægt að spegla, líkt og sést á bréfsefni.
  • Þá þarf merkið að fara vel í svart/hvíta prentun, sem og í hugsanlegum lit/litum.
  • Leitað er að stílhreinu merki (þó ekki 'stofnanalegu') með húmanískum tóni.
skjámynd af  Google+
Picture
skjámynd af  facebook
Picture
hugmynd af birtingarmynd á bréfsefni (skuggi/endurspeglun)
Picture
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV