Talsmenn fanga
Um talsmenn fanga skv. 58. gr. laga nr. 15/2016:
‘‘Fangar geta kosið sér talsmenn úr röðum samfanga sinna til að
vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.“
‘‘Fangar geta kosið sér talsmenn úr röðum samfanga sinna til að
vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.“
Aðalsímanúmer er: 556-1900 - afstada@afstada.is
Formaður Afstöðu er talsmaður félagsins gagnvart fangelsisyfirvöldum og út á við:
Stjórn Afstöðu og endurskoðandi síðast kosnir til 2 ára á aðalfundi félagsins 15.maí 2023
Tengiliðir við Afstöðu eru fangar úr öllum fangelsum landsins. Formaður Afstöðu heldur utan um tengslanet tengiliða.
Ritstjórn Afstöðu er ábyrg fyrir umfjöllun félagsins á vefsíðu og vefmiðlum þess: ritstjorn@afstada.is
Vettvangsteymi Afstöðu, sér um ráðgjöf og vitjanir í öll fangelsi landsins með reglulegu millibili. teymi@afstada.is
Lögfræðiaðstoð Afstöðu sími: 666-1200
AFSTAÐA – til ábyrgðar var stofnað af föngum á Litla–Hrauni 23. janúar 2005.
Markmið félagsins eru fyrst og fremst þau að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna. Hugað er í hvívetna að aðstandendum fanga, fjölskyldum, vinum og öllum öðrum sem sitja í fangelsi úti í hinu frjálsa samfélagi vegna tengsla við fanga. AFSTAÐA hvetur alla fanga til góðra og göfugra verka, með að markmiði að viðhalda von þeirra og sýnilegum markmiðum á meðan fangavist varir og að henni er lokinni. Félagið mun, eftir því sem kostur er, standa að fræðslu á meðal fanga jafnt sem frjálsra manna og veita aðstoð öllum þeim sem hennar óska eftir því sem kostur er og tækifæri til. Ætlunin er að fræða og upplýsa um fangelsi, orsakir fangavistar og afleiðingar hennar út frá hinum ýmsu sjónarhornum.
|
AFSTAÐA vinnur skv. 58 gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga þar sem segir: „Fangar geta kosið sér talsmenn úr röðum samfanga sinna til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.“
|
Tillögur að framgangi og betrun í fangelsiskerfinu
Tillögurnar eru settar fram með hliðsjón af norskri og danskri afplánunar-tilhögun. Tilgangurinn með framlagningu tillagnanna er fyrst og fremst að fækka endurkomum í fangelsi, að byggja upp einstaklinga sem hafa lágt sjálfsmat og hafa villst af braut, auk þess að fækka vímuefnaneytendum innan fangelsisins. Aðalmarkmiðið er þó að fækka brotaþolum sem og fækka þeim föngum sem fara á varanlega fjárahagsaðstoð ríkis eða sveitarfélaga.
- Að reglan verði sú að einstaklingar sem hafa ekki áður gerst brotlegir og fá dóm sem er undir 6 ár hefji afplánun í opnu úrræði. Til að koma í veg fyrir skaðsemi sem það að fara í fangelsi getur haft í för með sér, atvinnumissi, fjölskyldu- og vinamissi, falla í rangan félagsskap o.fl. teljum við vænlegra til árangurs að fólk með minniháttar dóma fari aldrei inn í fangelsiskerfið. Oft hafa ungir og áhrifagjarnir einstaklingar, með minniháttar dóma, farið í fangelsi og kynnst þar mönnum sem eru ekki á leið til betrunar. Þeir jafnvel líta upp til þeirra og dragast inn í harðari afbrot að afplánun lokinni. Standist viðkomandi hins vegar ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem vistast í opnum úrræðum séu þeir einstaklingar sendir í lokað fangelsi.
- Lögð er til sú breyting að í stað þess að hafa rétt til leyfa utan fangelsis eftir að 1/3 dóms hefur verið afplánaður (þó aldrei síðar en eftir 4 ára afplánun), eins og er í dag, verði reglan sú að taka dagsleyfa hefjist eftir afplánun 1/4 dóms. Dæmi er um að menn sem fá reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dóms hafi aldrei kost á því að nýta sér dagsleyfi, þar sem þeir uppfylla skilyrði til afplánunar á Vernd áður en 1/3 af dómi (sá tími sem miðað er við í dag að taka dagsleyfa hefjist). Miðað við núverandi fyrirkomulag hefst réttur til töku dagsleyfa eftir 4 ár, hvort sem menn eru með 12 eða 16 ára dóm. Megintilgangur breytingarinnar þó sá að dómþoli missi ekki fjölskyldutengsl, tengls við venjulegt fólk og venjulegt líf, en dæmi eru um einstaklinga sem hafa lítið annað að gera en að heimsækja menn sem þeir hafa afplánað með.
- Einstaklingar hafi möguleika á námsþátttöku utan fangelsis þegar þeir hafa verið samfellt í afplánun í 1 ár, hafa sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í fangelsi og stunda nám við námsgrein sem krefst þátttöku í námslotum. Það hefur sýnt sig að einstaklingar sem mennta sig og vinna sér inn ákveðin starfsréttindi gengur betur að feta sig í samfélaginu en ella að lokinni afplánun. mikilvægt er að hvetja fanga til náms enda helst menntun og glæpir í hendur í samfélaginu. Koma þarf á verknámi í sem flestum greinum í fangelsin en það er vitað að fangar eru oft góðir verkmenn og þar er heil gullkysta af fólki sem vill læra og komast af þeirri braut sem kom þeim í fangelsi.
- Að dómþola sem hefur afplánun verði úthlutað félagsráðgjafa frá sínu sveitafélagi sem heldur utan um hans mál, veitir honum upplýsingar varðandi framgangs- og betrunarstefnu fangelsisins og ýti undir að hann nýti sér þau úrræði sem honum stendur til boða. Tilgangurinn er að auðvelda eftirfylgni með einstaklingnum þegar hann snýr út í samfélagið að nýju og tryggja að hann fái þá aðstoð sem sveitarfélögin bjóða upp á. Með því að skipuleggja slíka aðstoð betur en nú er gert fær samfélagið meira til baka fyrir þá aðstoð sem veitt er, en hefur ekki verið nægjanlega markmiðsmiðuð. Þannig getur félagsráðgjafinn fylgst með, frá upphafi, hvert einstaklingurinn hyggst stefna í vinnu eða námi og aðstoðað við að sækja þau meðferðarúrræði sem einstaklingurinn hefur hug á. Félagsráðgjafar fangelsismálastofnunar verði síðan tengiliðir við félagsráðgjafa hjá félagsþjónustum sveitarfélaganna. Mikilvægt er að hafist sé handa við losun fanga í kerinu strax við upphaf afplánunar, svo málin tefji ekki losun fanga í samfélagið
- Eftir ár á dvalaleyfum fyrir utan fangelsi, hafi vistmaður unnið sér það inn, fái vistmaður tækifæri á 48 stunda leyfi. Þá er verið að hugsa til að menn virki samband við sína nánustu, börn, maka, foreldra, systkin. Því í 14 tíma leyfi er mikið um stress og áreiti fyrir vistmenn, þeir reyna að gera allt á 12 tímum, og væri því hægt að eyða meiri tíma með hverjum og einum án mikils stress.
- Þegar einstaklingur afplánar á áfangaheimili Verndar verði 48 stunda leyfin helgarleyfi sem gildi allar helgar. Algengt er að einstaklingar sem eru að feta sig út í lífið taki að sér störf í þjónustugreinum og iðnaði. Hvort sem um er að ræða starf í verslun, byggingarvinnu eða skyndibitastað er vinnutíma vart lokið um kl. 17:00. Þannig að einstaklingur geti lokið störfum og ferðast á dvalarstað. Þá eru dæmi um að nám, s.s. nám til matsveins og háskólanám í fjarnámi, hefjist kl. 17:00 og standi fram eftir kvöldi. Ekki er séð að slíkar hömlur, sem þær að vera á dvalarstað sínum milli kl. 18:00 og 19:00, þjóni sérstökum tilgangi enda gengst einstaklingurinn undir að ávallt sé hægt að ná í hann símleiðis.
- Að reglan verði sú að sé vistmaður búin að vinna sér inn rétt til dvalar fyrir utan fangelsi verði það fært úr 30 daga fresti og yfir í 12 leyfi á ári. Samkvæmt heimildum frá Kriminalforsorgen í Danmörku hafa vistmenn rétt á leyfi til dvalar fyrir utan fangelsi á 3 vikna fresti, hvort sem það er dagsleyfi eða helgarleyfi. Nýti vistmaður sér ekki leyfið þá fellur það ekki út heldur safnast upp. Þ.e.a.s að ef 6 vikur líða frá því að vistmaður nýti sér leyfi, þá getur hann tekið út 2 í einu. Tilgangurinn er sá að vistmaður nýti sér þessi úrræði og haldi fast í tengsl sem hann hefur við ættingja og vini. Dæmi eru um að skjólstæðingur fangelsismálastofnunar verði af 2-3 dvalarleyfum á ári því hann er að hagræða og seinka leyfum í kringum viðburði sem eiga sér stað í hans persónulega lífi fyrir utan fangelsi, t.d afmæli ættingja.
- Að reglan verði sú að nýti vistmaður sér ekki dvalarleyfi sem hann á rétt á verði hann ekki af því heldur eigi hann það inni og geti þá nýtt sér það næst þegar hann á rétt á dvalarleyfi. Dagsleyfi eru sérlega mikilvægur þáttur í að viðhalda tengslum við vini og vandamenn, því er núverandi fyrirkomulag verulega gallað þar sem fjöldi leyfa á ársgrundvelli fellur í raun niður þar sem oft geta liðið meiri en 30 dagar á milli leyfa.
- Að lög um fullnustu refsinga á rafrænu eftirliti verði breytt þannig að dómþolar sem afplána á rafrænu eftirliti þurfi ekki að hafa fyrst afplánað á áfángaheimili Verndar heldur geti þeir strax hafið afplánun á rafrænu eftirliti. Þannig er opnað fyrir möguleikann á að dómþolar sem eru með styttri dóma hefji afplánun með rafrænu eftirliti. Það kemur í veg fyrir að dómþolar komist í kynni við vistmenn sem eru að afplána, eða hafa verið í afplánun, í fangelsum. Standist einstaklingur ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem afplána undir rafrænu eftirliti sé viðkomandi hins vegar látinn afplána í opnu fangelsi.
- Heimildir til að veita einstaklingum reynslulausn, helming eða á milli ½ og 2/3, hafa verið lítið nýttar. Nauðsynlegt er að meta, t.d. ef einstaklingur er kominn á skrið í námi, hvort vænlegra sé til árangurs að veita reynslulausn fyrr í einhverjum tilfellum þannig að viðkomandi geti tekið þátt í verklegum hluta náms eða að öðru leyti skapa samfellu – og framgang – í uppbyggjandi starfi sem sé líklegt til að einstaklingurinn snúi síður í fangelsi að nýju.
- Að reglur um rafrænt ökklaband verði uppfærðar og lagaðar að reglum Verndar þannig að þeir sem fara af Vernd og yfir í rafrænt fái ekki strangari og minna frelsi en þeir höfðu á Vernd. breyta þyrfti lögum og láta fangelsismálastofnun setja reglur um rafrænt í stað þess að hafa það bundið í lög.