Hvers vegna áhersla á Norska betrun?Eftir að nám starfsmanna í norska fangelsiskerfinu var fært á háskólastig og lögð áhersla á rannsóknir, með fyrir augum að þróa aðferðir sem skila árangri, hefur "norska kerfið" orðið að útflutningsvöru. Í dag taka norsk stjórnvöld þátt í fjölda alþjóðlegra verkefna, þar sem "norska leiðin" er innleidd í stefnumótun víða í Evrópu með aðstoð Evrópusambandsins, í gegnum EES.
|
· Norskri fangelsismálastofnun (Fengselsstyret) var breytt í nokkuð sem kalla mætti Betrunarstofu (Kriminalomsorgen) |
Afstaða telur forgangsröðun íslenskra stjórnvalda ekki rétta, enda myndu mörg af þeim vandamálum sem varða öryggi hverfa ef unnið væri að uppbyggilegu betrunarstarfi á Íslandi. Með því að innleiða aðferðir sem hafa reynst vel, eins og í Noregi, er líklegt að hægt væri að skila fleirum nýtum þegnum út í samfélagið eftir afplánun dóms. Í dag er forgangsröðunin ekki rétt. Meiri áhersla er lögð á eftirlit fremur en að kenna vinnulag og stuðla að verkmenntun í fangelsum landsins.
SJÁ EINNIG: Atvinnutillögur Afstöðu |
Í Noregi og Danmörku heita stofnanir þær sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; Í öllum viðmiðum AFSTÖÐU er höfð til hliðsjónar norsk stefnumótun:
Noregur, þar sem endurkomutíðnin er lægst - sennilega í heimi! Fram kom í skýrslu fangelsismálastjóra árið 2004 að það væri samdóma álit fagaðila stofnunarinnar að í raun uppfylli fleiri fangar skilyrði fyrir vistun í opnara fangelsi, annað hvort frá upphafi vistunar eða síðar á afplánunartímanum. Í Noregi er hlutfall opinna úrræða um 40% meðan á Íslandi er þessi tala um 20% (eftir opnun á Hólmsheiði). Reynslan í Noregi hefur sýnt að opin úrræði eru bæði ódýrari og skilvirkari, sem bjóða upp á ríkulegri tækifæri til menntunar og vinnu.
SJÁ EINNIG: Opin fangelsi hagkvæm |