Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Allsherjarnefnd Alþingis

Hvers vegna áhersla á Norska betrun?

Eftir að nám starfsmanna í norska fangelsiskerfinu var fært á háskólastig og lögð áhersla á rannsóknir, með fyrir augum að þróa aðferðir sem skila árangri, hefur "norska kerfið" orðið að útflutningsvöru. Í dag taka norsk stjórnvöld þátt í fjölda alþjóðlegra verkefna, þar sem "norska leiðin" er innleidd í stefnumótun víða í Evrópu með aðstoð Evrópusambandsins, í gegnum EES.
2013 KRUS kemur á fót EES/ESB aþjóðasamstarfi
01.03.2015 Bastøy módelið sett upp í Rúmeníu
12.03.2015 Alþjóðlegt samstarf um betrunarstefnu
18.11.2015 Norskt meðferðarstarf innleitt í Lettlandi
(Correctional service programme launced in Latvia) 
·  Norskri fangelsismálastofnun (Fengselsstyret) var breytt í nokkuð sem kalla mætti Betrunarstofu (Kriminalomsorgen)
·  Mikilvægt skref var stigið þegar nám starfsmanna var fært á háskólastig árið 2012 (www.krus.no) til að setja markmið, og þróa lausnir, sem eru grundvölluð á rannsóknum.
Afstöðu barst fyrir nokkru ábending um Íslending sem hefur starfað hjá yfirstjórn Mennta- og rannsóknarseturs Betrunarstofu Noregs. Nauðsynlegt er að nýta slíka reynslu til að innleiða nútima aðferðir í betrun á Íslandi.
Picture
Yfirstjórn Mennta- og rannsóknarsetur Betrunarstofu Noregs KRUS

Afstaða telur forgangsröðun íslenskra stjórnvalda ekki rétta, enda myndu mörg af þeim vandamálum sem varða öryggi hverfa ef unnið væri að uppbyggilegu betrunarstarfi á Íslandi. Með því að innleiða aðferðir sem hafa reynst vel, eins og í Noregi, er líklegt að hægt væri að skila fleirum nýtum þegnum út í samfélagið eftir afplánun dóms. Í dag er forgangsröðunin ekki rétt. Meiri áhersla er lögð á eftirlit fremur en að kenna vinnulag og stuðla að verkmenntun í fangelsum landsins.

SJÁ EINNIG: Atvinnutillögur Afstöðu
Picture
Í Noregi og Danmörku heita stofnanir þær sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; 
kriminalomsorgen og kriminalforsorgen  sem mætti útleggjast á íslensku sem betrunarstofa. Merki þeirrar norsku er auk þess tákn um útrétta hönd meðan það danska sýnir einstakling sem blómstrar.  Slík nálgun í nafngift og táknum endurspeglar starf þar sem betrun einstaklingsins er í forgrunni. Það sem meira er, það er táknmynd þroskaðrar stefnumótunar, umræðu og viðhorfa.
Í öllum viðmiðum AFSTÖÐU er höfð til hliðsjónar norsk stefnumótun:
Noregur, þar sem endurkomutíðnin er lægst - sennilega í heimi!
Fram kom í skýrslu fangelsismálastjóra árið 2004 að það væri samdóma álit fagaðila stofnunarinnar að í raun uppfylli fleiri fangar skilyrði fyrir vistun í opnara fangelsi, annað hvort frá upphafi vistunar eða síðar á afplánunartímanum. Í Noregi er hlutfall opinna úrræða um 40% meðan á Íslandi er þessi tala um 20% (eftir opnun á Hólmsheiði). Reynslan í Noregi hefur sýnt að opin úrræði eru bæði ódýrari og skilvirkari, sem bjóða upp á ríkulegri tækifæri til menntunar og vinnu.

SJÁ EINNIG: Opin fangelsi hagkvæm
​

Picture
Picture
Umsögn Afstöðu á vef Alþingis
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun