Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Mannúðar- & betrunarstefna

Þegar einstaklingur brýtur lög sem samfélagið hefur sett sér skal hann að sæta refsingu fyrir.  En hverju vill samfélagið ná fram með refsingunni? 
Birt 25. nóvember 2014
Höf.: talsmaður fanga, Litla-Hrauni
Picture
Í Halden: James Conway
Viljum við særa og skaða einstaklinga fyrir að hafa ekki fylgt lögum, eða viljum við byggja þá upp svo þeir geti snúið til baka út í lífið, sem nýtir þjóðfélagsþegnar?
Picture
Í Bandaríkjunum er skýr stefna varðandi refsingar og eru þær í flestu ólíkar því sem við, sem búum á Norðurlöndum, viljum kenna okkur við.

Bandarískur fangelsisstjóri sem hafði starfað í þarlendu öryggisfangelsi á áratugi skoðaði fyrir skemmstu Halden fangelsið í Noregi sem tekið var i notkun árið 2011. Þar var ákveðið að spara ekkert í húsakosti eða aðbúnað. Hann skoðaði sig um og rak augun í margt sem hann taldi að gætu reynst lífshættuleg vopn. Í lok heimsóknarinnar sagði hann að: „ef afbrotamaður væri beðinn um að hanna sitt eigið fangelsi, þá væri það Halden“ og lét svo fylgja með að búast mætti við fullt af stunguárásum og strokum úr svona fangelsi.

Ekkert skrýtið að maðurinn hugsi þannig. Í hans umhverfi eru stunguárásir og slagsmál daglegt brauð, fangar fróa sér fyrir framan starfsfólk, hrækja á það og kasta saur og þvagi. Svo losna þessir menn út og tölfræðin í Bandaríkjunum sýnir að miklar líkur eru á að þeir snúi aftur.

NIÐURSTAÐAN: ef komið er fram við einstakling eins og skepnu, þá breytist hann í skepnu!

Á Norðurlöndunum er stefna í fangelsismálum mun mannúðlegri; stefna sem er stöðugt í þróun og betrumbætt út frá rannsóknum. Með því er reynt að komast að rót vandans: „hvað var það sem gerðist hjá einstaklingnum sem gerði að verkum að hann leiddist út í afbrot“? Þannig er hægt að öðlast skilning á því hvernig fyrirbyggja má áframhaldandi afbrot og vinna að jákvæðum lausnum sem skilar sér í lægri endurkomutíðni, sem styður tilgátuna um að mannúðar- og betrunarstefna skili árangri. 

En, við erum soldið aftarlega á merinni hér á Íslandi!
Það gleymist nefnilega oft að hjálpa einstaklingnum við að betra sig og gefa honum hvata til þess. Sá hvati gæti falist í því að hægt væri að afplána styttri refsingu en upphaflega var dæmd.

SJÁ EINNIG: tillögur að framgangi og betrun 

Eðlilegt væri að menn gætu unnið sig út úr fangelsi með því að sýna fram á betrun og þroska, þ.e. að með góðri hegðun, menntun og virkri vinnuþátttöku.

Við megum ekki horfa á fangelsi sem geymslustað fyrir afbrotamenn, heldur þurfum við að líta á þau sem endurhæfingastöð fyrir einstaklinga sem hafa villst af braut.

Norræn fangelsi

James Conway, fv. fangelsisstjóri í Attica fangelsinu í New York heimsækir fjögur fangelsi á Norðurlöndunum í þættinum 'The Norden' sem framleiddur er af finnska ríkissjónvarpinu (YLE) í samvinnu við aðrar norrænar ríkisstöðvar (að RÚV undanskildu).

Þingsályktun nr. 37

Norsk stjórnvöld fóru í gagngerra endurskoðun á stefnumótun sinn í fangelsismálum á árunum 2007-2008, í tíð Knut Storberget sem dómsmálaráðherra. Afstaða hefur þýtt nokkrar síður úr kynningarbæklingi sem gefinn var út um þingsályktunina. HÉR er hægt að nálgast bæklinginn á frummálinu í heild sinni  ásamt upplýsingum um stefnumótunina á fleiri tungumálum.
Picture
BETRUNARSTOFA
Í Noregi og Danmörku heita stofnanir þær sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; kriminalomsorgen og kriminalforsorgen  sem mætti útleggjast á íslensku sem betrunarstofa. Merki þeirrar norsku er auk þess tákn um útrétta hönd meðan það danska sýnir einstakling sem blómstrar.  Slík nálgun í nafngift og táknum endurspeglar starf þar sem betrum einstaklingsins er í forgrunni. Það sem meira er, að það er táknmynd þroskaðrar stefnumótunar, umræðu og viðhorfa.
Picture

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV