Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Betrunarstefna - ný nálgun

Félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason skipaði 20. júní 2018 starfshóp um bættar félagslegar aðstæður fanga að lokinni afplánun. Á fyrsta fundi starfshópsins var Tolli skipaður formaður hópsins og lagðar til tvær leiðir í afplánun; refsistefnu, líkt og hefur verið stuðst við á Íslandi (sbr. lög um fullnustu refsinga) og síðan nýja leið sem kölluð yrði betrunarstefna.

Sjá einnig: Takk Tolli, við þurfum fleiri eins og þig!
Picture
Með því að koma á betrunarstefnu á Íslandi yrði farin sú leið, sem þekkist í þeim löndum sem við alla jafnan berum okkur saman við - eins og Danmörku og Noregi. Þar hefur sú stofnun sem fer með málaflokkinn jafnframt fengið ný nöfn; Kriminalforsorgen og Kriminalomsorgen til að undirstrika breytta stefnu og nálgun á viðfangsefnið - sem útleggja mætti á íslensku sem Betrunarstofa.

Hvað er betrun?

Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstaklinginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni.
​
Sjá nánar: Fréttablaðið 2. ágúst 2016

Skuldirnar

Margir sem lenda í fangelsi hafa verið í "öðru hagkerfi" en því sem byggir upp samfélag okkar. Þeir kunna að lifa í því hagkerfi, en hafa fyrir löngu gefist upp á að standa skil af sköttum og framtölum til skattayfirvalda. Rauði krossinn í Noregi komst að því, að ekki er hægt að aðstoða neinn út í venjulega atvinnu eða að lifa eðlilegu lífi nema taka fyrst á þessum vanda. Því var "skuldaverkefninu" komið á fót, sem undanfari stuðnings eftir afplánun.

Sjá nánar á: Gjeldsarbeid.no

Húsnæði

"Ef það er ekkert húsnæði til að fara í, framfærsla og framtíðarsýn, þar sem markmiðið er að einstaklingarnir verði nýtir samfélagsþegnar, þá lendum við í vítahring."

Sjá: RÚV - Sparnaður að aðstoða

Frelsi - Hvað svo?

Rauði krossinn mun í haust hefja verkefni sem kallast Félagsnet eftir afplánun. Norski Rauði krossinn hefur þróað slíkt verkefni í rúmlega 10 ár (Nettverk etter soning). Gríðarlega mikið starf er unnið þar í þágu fanga sem vilja hefja nýtt líf án afbrota.
​
Sjá: Rauði krossinn - líf eftir afplánun

Betrunarleið

Til að raunveruleg betrunarstefna geti orðið að veruleika, þarf strax við upphaf afplánunar:
- að tryggja félagslegt öryggi að lokinni afplánun; þar sem húsnæði og fjárhagur er tryggður
- að greiða úr fjármálaóreiðu, enda margir m.a. vart skilað skattaskýrslum árum saman
Picture
Auka þarf sveigjanleika í afplánun í betrunarferli, m.t.t. þátttöku í námi (þ.m.t. ýmsu verk- og ökunámi)

Tengt efni til Alþingis

Picture
Velferðarnefnd Alþingis
Picture
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun