Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Danmörk - Kriminalforsorgen

Áralöng reynsla af samvinnu við atvinnulífið um starfsemina.
Í Danmörku er lögð áhersla á að störf sem unnin eru af föngum séu unnin undir leiðsögn fagaðila. Sérstök áhersla er lögð á verknám, en einnig eru framleiddar margskonar vörur sem síðan eru kynntar og seldar á sérstakri heimasíðu dönsku betrunarstofunnar.
Danmörk
Noregur
Ísland
  • Litla-Hraun
  • Sogn
  • Akureyri
  • Hólmsheiði
  • Kvíabryggja
Starfsemi sem fer fram í fangelsum er fjármögnuð af ríkinu, en tekjur af sölu framleiðslu fer til rekstur fangelsanna. Allar vörur og þjónusta er seld á eðlilegu markaðsverði, en til að koma í veg fyrir óeðlilega samkeppni var stofnaður samstarfshópur sem sæti eiga í fulltrúar atvinnulífsins og launafólks, fulltrúa betrunarstofu og þingmönnum. Hópurinn hittist tvisvar á ári til að ræða framkvæmd samkomulagsins.

Árleg velta af sölu á vöru og þjónustu er um 110 milljónir DKK þar sem um helmingur tekna kemur vegna viðskipta við opinberar stofnanir, en helmingur vegna viðskipta á almennum markaði.

SJÁ NÁNAR: Heimasíða betrunarstofu á ensku.

Dönsk heimildarmynd um störf í fangelsum (enskur texti)

Picture
BETRUNARSTOFA
Í Noregi og Danmörku heita stofnanir þær sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; kriminalomsorgen og kriminalforsorgen  sem mætti útleggjast á íslensku sem betrunarstofa. Merki þeirrar norsku er auk þess tákn um útrétta hönd meðan það danska sýnir einstakling sem blómstrar.  Slík nálgun í nafngift og táknum endurspeglar starf þar sem betrum einstaklingsins er í forgrunni. Það sem meira er, að það er táknmynd þroskaðrar stefnumótunar, umræðu og viðhorfa.
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV