Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Hólmsheiði, Reykjavík

Enn óljóst hverju stefnt er að í innra starfi.
Þrátt fyrir að lokuð fangelsi bjóði upp á mun takmarkaðari möguleika til atvinnu en opin fangelsi er boðið upp á ótrúlega fjölbreytt störf, ef litið er til starfsemi í lokuðum fangelsum í Danmörku og Noregi.

Danmörk
Noregur
Ísland
  • Litla-Hraun
  • Sogn
  • Akureyri
  • Hólmsheiði
  • Kvíabryggja
Á Hólmsheiði er gert ráð fyrir gæsluvarðhaldi, en sérstök áhersla er lögð á það í löndunum í kringum okkur að boðið sé upp á störf í gæsluvarðhaldsfangelsum, enda ekki um að ræða dæmda menn, heldur einstaklinga sem sæta rannsókn.

Einnig er ætlunin að á Hólmsheiði verði kvennafangelsi, sem Afstaða hefur reyndar gagnrýnt mjög, en þar sem fáar konur eru í afplánun hverju sinni er mikilvægt að bæði kyn geti starfað á sama vinnustað.

Gerð er tillaga um að saumastofa og prentsmiðja verði í nýju fangelsi á Hólmsheiði, en einnig að þar verði prjónastofa þar sem prjónaðir verði t.d. peysur, húfur, vettlingar og treflar.
Picture
Picture
Prentsmiðja
Í Halden fangelsinu í Noregi er prentsmiðja þar sem prentað er á tau og pappír.
Picture
Saumastofa
Í tengslum við prentsmiðjuna væri nærtækt að reka saumastofu sem framleiddi hluti sem væru unnir eftir óskum, bæði opinberra aðila og einkaaðila, auk þess sem framleiddir væru bolir og annað sem selt væri í versluninni í þjónustumiðstöðinni á Kvíabryggju.
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun