Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Litla-Hraun, Eyrarbakka

Með áherslu á endurvinnanlegt og lífrænt ræktað.
Á Litla-Hrauni eru bæði járnsmíða- og trésmíðaverkstæði sem mætti nýta til undir kennslu í grunndeildum málmiðna og tréiðna. Mikilvægt er að einstaklingar sem afplána dóma hafi tækifæri til að auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að afla sér fagréttinda, svo og öku- og vinnuvélaréttindi. Efla þarf slíkt starf verulega.

Danmörk
Noregur
Ísland
  • Litla-Hraun
  • Sogn
  • Akureyri
  • Hólmsheiði
  • Kvíabryggja
Fjölbreytt framleiðsla er á járnvörum og trévörum í löndum þeim sem við gjarnan berum okkur saman við. Framleiðslan er síðan seld bæði í gegnum vefverslun og í verslunum sem reknar eru af fangelsunum.

SJÁ EINNIG: opnuð verði þjónustumiðstöð/verslun.

Einnig mætti til dæmis setja upp lífræna sápuframleiðslu og kertagerð til sölu í verslun og vefverslun fangelsanna.

Þá hefur verið unnið við endurvinnslu raftækja á Eyrarbakka en efla mætti þá starfsemi og gera fangelsið leiðandi á því sviði, s.s. við endurvinnslu plasts til notkunar við þrívíddar-prentun sem og við moltugerð. Er þá fátt eitt upptalið.

Picture

Petter Smart verkstæðið í Halden
Þar sem unnið er með endurvinnslu í list...
Picture
Picture
Picture
Númeradeild
Öll skráningarnúmer á bifreiðar á Íslandi eru framleiddar á Litla-Hrauni. Þá hafa einnig verið framleidd og seld s.k. sérnúmer sem eru sniðin að þörfum hvers og eins, en eru ekki skráningarnúmer.
Picture
Trésmíðaverkstæðið á Litla-Hrauni
Námsmöguleikar
Góð aðstaða er á Litla-Hrauni til náms, en verulega skortir á möguleika til verknáms. Þó eru til staða góð aðstaða til kennslu í grunn-deildum bæði tré- og málmiðna.
Picture
Grænmetisræktun
Í fangelsinu hefur verið ræktað grænmeti í matjurtargarði og gróðurhúsi. Þetta mæti auka verulega með áherslu á lífrænt ræktað grænmeti og lífrænan landbúnað.
Picture
Endurvinnsla
Í samstarfi við Gámaþjónustuna hefur verið unnið við niðurrif raftækja. Þá hafa einnig verið uppi hugmyndir um endurvinnslu á plasti til notkunar við þrívíddarprentun.
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun