Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Sogn í ölfusi

Takmörkuð vinnuúrræði ýta undir áherslu á nám.
Opið úrræði var flutt frá Bitru í Flóahreppi að Sogni í Ölfusi 18. apríl 2012, en fyrr um veturinn hafði réttargeðdeild sem staðsett var á Sogni verið flutt til Reykjavíkur. Opið fangelsi að Sogni var svo vígt formlega  1.  júní 2012.

Danmörk
Noregur
Ísland
  • Litla-Hraun
  • Sogn
  • Akureyri
  • Hólmsheiði
  • Kvíabryggja
Fangar hafa tekið að sér störf í sveitinni, en til að gera það í meira mæli er nauðsynlegt að breyta 47. gr. laga um fullnustu refsinga sem kveður um nám og vinnu utan fangelsis.

Í Danmörku er gert ráð fyrir að 30% vinni við 'innviðin' meðan um 70% sinna framleiðslustörfum. Þau störf sem hægt væri að bjóða upp á gætu mörg snúið að landbúnaði og þjónustu á Suðurlandi auk þess sem nauðsynlegt væri að ýta undir verknám í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á Íslandi eru tiltölulega fá pláss í opnum úrræðum, eða aðeins 22% (þegar búið verður að opna Hólmsheiði og loka í Kópavogi og Skólavörðustíg). Í Noregi, sem hefur lægstu endurkomutíðni eru opin úrræði hins vegar um 40% rýma, og fer fjölgandi.

SJÁ EINNIG: Nýtt öryggisfangelsi - ónauðsynleg skepna?

Í opnum fangelsum í Noregi er lögð áhersla á að vistmenn búi í smærri einingum/húsum og sjái um sig sjálfir að öllu leyti.
Picture
Bastøy, Noregi: í opnum úrræðum er lögð áhersla á sjálfstæði einstaklinga.
Nægt landrými er að Sogni og því hægur vandi að koma við slíkum lausnum. Byggð væru fimm hús, sem rúmuðu fimm einstaklinga hver. Húsasmíðameistari sem samið væri við tæki þá fanga í vinnu, sem væru á námssamningi í iðngreininni.

Nám í bakara- og matreiðsluiðn
Matreiðslumeistari og þeir iðnnemar sem hann hefði á náms-samningi myndu síðan elda hádegismat fyrir alla sem búa á staðnum, en nemarnir sjá síðan um kvöldmat fyrir þá sem búa í sambýlinu þar sem 20 vistmenn búa nú, og myndu áfram. Bakaranemar myndu sjá um að baka bakkelsi fyrir morgunverð og kaffitíma, en sinna bóklegum hluta námsins aðra daga.
Picture
Yfirlitsmynd: einungis litill hluti af landi Sogns er nýtt í dag.
„Það er samdóma álit fagaðila stofnunarinnar að í raun uppfylli fleiri fangar skilyrði fyrir vistun í opnara fangelsi, annað hvort frá upphafi vistunar eða síðar á afplánunartímanum [...]“ 

Valtýr Sigurðsson, fv. fangelsismálastjóri,
Markmið í fangelsismálum, 12. október 2004
Picture
Gróðurhús: á Sogni eru m.a. ræktaðir tómatar.
kartöflugarður
góð uppskera
Garðrækt
Á Sogni hefur verið ræktað grænmeti o.fl. Þó mætti rækta grænmeti í mun meira mæli en gert hefur verið.
Picture
Skólastofa: takmarkaðir möguleikar til vinnu
Námsmöguleikar
Á Sogni væri mögulegt að kenna verk- og bóklegan hluta iðnnáms s.s. í bakara-, matreiðslu- og tréiðn.
Fiskeldi
Í tjörninni við bæjarlækinn hefur verið stundað silungaeldi.
Picture
Fjárbúskapur
Stefnt er að því að hefja búskap á Sogni vorið 2016, líkt og gert er á Kvíabryggju.
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun