Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Akureyri

Lokað fangelsi með takmarkaða möguleika til vinnu.
Litla vinnu hefur verið að fá í fangelsinu á Akureyri. Þar er helst í boði að stunda nám, en á sumrin hafa fangar séð um garðslátt fyrir opinberar stofnanir og sett hafa verið saman grill fyrir Olís/Ellingsen. Þá var í gangi tilraunaverkefni, í samvinnu við Hjálpræðisherinn, þar sem fangar aðstoðuðu við fataflokkun Hjálpræðishersins.

Danmörk
Noregur
Ísland
  • Litla-Hraun
  • Sogn
  • Akureyri
  • Hólmsheiði
  • Kvíabryggja
Þá hafa bifreiðar heimahjúkrunar verið þrifnir af föngum, en takmörkuð aðstaða er til vinnu í fangelsinu. Því væri nauðsyn að samstarfi væri komið á við félagasamtök eða fyrirtæki á svæðinu um störf fyrir utan fangelsið.

Þó var um tíma unnið að gerð smærri minjagripa til sölu í verslunum, sem væri hægur vandi að koma á að nýju

SJÁ EINNIG: opnuð verði þjónustumiðstöð/verslun.

Með framleiðslu á minjagripum og samningi um kennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess starfs sem nú þegar er unnið, væri komið til móts við þá þörf sem er fyrir norðan.
PictureGuðmundur Ingi, formaður Afstöðu og Hannes Bjarnason, Hjálpræðishernum
Fataflokkun Hjálpræðishersins
Í byrjun árs 2014 var hafið tilraunaverkefni í samvinnu við Hjálpræðisherinn á Akureyri. Fóru vistmenn tvisvar í viku og aðstoðuðu við fataflokkun Hersins. Vel var látið af verkefninu og í umsögn fanga sagði m.a.: "Til langs tíma var reynt að fá fjárveitingu fyrir einstakling til að leiða starf í fangelsinu á Akureyri, s.s. iðjuþjálfa og/eða kennara, án árangurs. Það eitt að vinna undir leiðsögn og/eða umsjón er því einn margra jákvæðra þátta sem verkefnið ber með sér."

Þá kom fram að mönnum fannst þeir leggja jákvæðu/uppbygilegu málefni krafta sína, sem sé gefandi, auk þess sem hreyfingin væri önnur en þeir ættu að venjast. Þá ættu sér stað uppbyggilegar umræður í kaffitíma. Samdóma álit fanga var að um væri að ræða jákvætt samstarf sem byggt væri á gagnkvæmri virðingu. Verkefninu hefur þó verið hætt!
Picture
Grillsamsetning
Á Akureyri hafa verið sett saman grill yfir sumartímann fyrir Olís/Ellingsen.
Nám á framhaldsskólastigi
Góð aðstaða er til náms í fangelsinu, en enginn þjónustusamningur er í gildi um kennslu. Verkmenntaskólinn
á Akureyri er þó í næsta nágrenni.
Háskólinn á Akureyri
Skólinn opnaði fyrir fjarnám í fanga á háskólastigi. Þar sem fangelsið mjög lokað hafa nemar ekki getað stundað staðarnám út frá fangelsinu.
Picture
Júlíus Þór Tryggvason, aðst. varðstjóri
Varðstjórarnir á Akureyri eru báðir menntaðir bakarar og hafa verið iðnir við að miðlað þekkingu sinni til fanga.
AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun