Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Fangar hunsaðir af SÁÁ

11/5/2018

Comments

 

Nú hefur SÁÁ tekið ákvörðun um að sinna ekki einum hópi fíkla. Þetta er sá hópur sem hefur sennilega verst orðið úti vegna misnotkunar fíkniefna og hlotið dóm fyrir, sem afplána hefur þurft í fangelsi. Fyrir vikið er nú m.a. hópur fanga sem er fastur í fangelsi, því framgangur í kerfinu er skilyrtur því að viðkomandi fari í meðferð – áður en hann losnar.
 
Undanfarinn mánuð hefur minnst einn í viku hverri látist sem ég þekkti, eftir að hafa kynnst honum í fangelsi. Orsökina má meðal annars rekja til úrræðaleysis gagnvart vanda þessara einstaklinga.
 
Þegar SÁÁ ákvað að hætta að þjónusta fanga sendi ég bæði fangelsisyfirvöldum og SÁÁ erindi þar sem ég leitaði skýringa. Svörin sem ég fékk voru að uppi væri krafa um aukin fjárframlög til SÁÁ, auk þess sem ekki væri valdir nægjanlega hentugir fangar til að veita aðstoð með meðferð að lokinni afplánun. Þrátt fyrir að ég hafi óskað ítarlegri svara frá formanni SÁÁ, hafa þau ekki borist.
 
Rétt er að taka fram að SÁÁ fær myndarlegar greiðslur frá ríkinu ár hvert til að standa undir starfseminni. Fyrir mér lítur staðan út sem einhvers konar fjárkúgun, þar sem ríkisvaldinu er stillt upp við vegg til að auka fjárframlög. Á meðan sitja hin raunverulegu fórnarlömb aðgerðarleysisins hjá, og líða fyrir – jafnvel með lífi sínu.
 
Réttast væri að hið opinbera stöðvaði, nú þegar í stað, öll opinber framlög til SÁÁ. Staðan er einfaldlega grafalvarleg - og ólíðandi!
​
formadur@afstada.is 
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV