Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

x16 Stefna flokkanna - fangelsismál

21/10/2016

Comments

 
Picture

AFSTAÐA sendi stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis fyrirspurn varðandi stefnu þeirra í málefnum í málefnum sem snúa að fangelsiskerfinu. Sérstaklega var kallað eftir sýn stjórnmálaflokka á heildarnálgun í betrun, mennta- og atvinnumál í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fanga, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu og úrræði fyrir fanga eftir afplánun.

Sjá nánar: Fangar hafa líka kosningarétt!


Borist hafa svör frá sex flokkum:
Viðreisn, Samfylkingu, Pírötum, Bjartri framtíð, Flokki fólksins og Framsókn.

Misjafnt er hversu ítarleg stefnan er, en fram kom í svari Bjartrar framtíðar að ekki væri um eiginlega stefnu að ræða þó þingmenn flokksins hefðu talað fyrir ákveðnum breytingum og bótum á fangelsismálum.

Þá sagðist Flokkur fólksins ekki hafa mótað sérstaka stefnu í fangelsismálum, en í öllu sem viðkemur fangelsismálum bæri að hafa í huga að innan veggja fangelsa skyldi virða mannréttindi og reyna að gera dvöl fanga að betrunarvist en ekki frelsissviptingu án betrunar. Eins væri vilji fyrir að byggja vistun fyrir unga afbrotamenn.

Framsóknarflokkurinn ályktaði á flokksþingi fyrr í mánuðinum að markmið fangelsisvistar væri að þeir sem afplána refsidóma snúi út í samfélagið á ný sem betri þjóðfélagsþegnar. "Í því augnamiði þarf að fjölga úrræðum fyrir afbrotamenn enda geta önnur úrræði en fangelsisvist borið meiri árangur, sérstaklega við fyrsta brot. Mikilvægt er að afplánun refsidóma geti hafist sem fyrst að uppkveðnum dómi. Miða skal við að erlendir ríkisborgarar afpláni íslenska refsidóma í heimalandi sínu, þegar við á. Gera skal framsalssamninga við sem flest ríki", segir í ályktuninni.

Svör Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata reyndust nokkuð ítarlegri, og hefur Afstaða gert stefnu þeirra góð skil með sérstökum hætti:

Í svari Viðreisnar kom fram að flokkurinn fjallaði sérstaklega um málaflokkinn í kafla um stefnu í innanríkismálum, enda liti flokkurinn svo á að fjölga þyrfti úrræðum innan sem utan fangelsa.
Sjá nánar um stefnu Viðreisnar.

Svar Pírata var ítarlegt, enda hafa þeir ályktað sérstaklega um málefni fanga sem aðgengilegt er á heimasíðu flokksins. Fylgir ályktuninni ítarleg og góð greinargerð í 12 liðum.
Sjá nánar um stefnu Pírata.

Samfylkingin hefur einnig sett fram stefnu í fangelsismálum sem samþykkt var á landsfundi flokksins þar sem sérstaklega er lögð áhersla á betrunarvist, geðheilbrigði fanga og afglæpavæðingu fíkniefna.
Sjá nánar um stefnu Samfylkingarinnar.

Ekki hafa borist svör frá öðrum flokkum.

Uppfært 23. október 2016: Afstöðu hefur borist svar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en þar kemur fram að erindinu hafi ekki verið svarað fyrr fyrir mistök.

Vinstri græn vilja nálgast fangelsismál út frá hinum mannlega vinkli og hugmyndum um að hjálpa þeim sem hlotið hafa dóm til farsældar í lífinu. Burtséð frá þeirri staðreynd að slík nálgun skilar sér peningalega er aðalmálið að viðkomandi einstaklingar og þar með allt umhverfi þeirra batnar fyrir bragðið.
 
Sjá nánar: stefna VG í velferðarmálum.

Tryggja þarf réttindi og góðan aðbúnað fanga sem og að bjóða þeim aðgang að menntun og viðunandi meðferðar- og heilbrigðisþjónustu. Leggja ber áherslu á betrunarvist í stað refsivistar í fangelsum landsins, þar sem efla þarf geðheilbrigðisþjónustu til muna. Efla þarf samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar. Stórefla þarf möguleika fanga til að viðhalda tengslum við fjölskyldur sínar á meðan á afplánun stendur, ekki síst í þágu barna þeirra.

Uppfært 23. október 2016: Afstöðu hefur borist svar Sjálfstæðisflokksins um málefni fanga:

Á síðasta landsfundi ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi:

"Mikilvægt er að fangar fái notið réttinda sinna. Leggja skal áherslu á menntun og annan stuðning við þá. Efla þarf úrræði fyrir andlega vanheila afbrotamenn. Fangelsisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna hlutverki sínu þannig að föngum sé veittur stuðningur til sjálfseflingar. Mikilvægt er að styðja við þá sem nýlega hafa lokið afplánun. Brýnt er að stytta biðtíma dómþola eftir að geta hafið afplánun. Möguleikum á fullnustu utan fangelsa þarf að nýta betur og fjölga, t.d. með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti.”

​Þá segir í svarinu að áherslur Sjálfstæðisflokksins komi fram í nýlegum lögum um fullnustu refsinga.


ritstjorn@afstada.is
Comments

Píratar - stefna í málefnum fanga

21/10/2016

Comments

 
Picture
Í ljósi eftirtalinna ákvæða úr grunnstefnu Pírata:
  • 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
  • 3.2 Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.
  • 4.2 Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
  • 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
  • 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
  • 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.

álykta Píratar að:
​
  1. Fangar skuli hafa rétt á trúnaði í samskiptum við kjörna og skipaða fulltrúa.
  2. Tryggja skuli rétt fanga til þess að virkja innra eftirlit eða koma kvörtunum á framfæri án ótta við eftirköst.
  3. Efla þurfi betrun í formi launaðrar vinnu. Allur ágóði af atvinnustarfsemi fanga í fangelsum skal renna til fanganna sjálfra. Gæta skal þess að atvinnustarfsemi fanga verði aldrei hagnýtt af yfirvöldum.
  4. Mataröryggi skuli tryggt óháð markaðsaðstæðum.
  5. Auka þurfi gegnsæi í öllu er lítur að fangelsismálum.
  6. Fangar geti kosið sér ytri talsmann (sem verður að mega vera fyrrverandi fangi).
  7. Hagsmunasamtök fanga geti átt samskipti milli fangelsa.
  8. Skýra þurfi löggjöf um útreikninga á refsitíma.
  9. Einkaaðili skuli ekki ákveða refsingar.
  10. Tryggja skuli rétt allra fanga, sama í hvaða fangelsi þeir eru vistaðir, til betrunarúrræða, afþreyingar og þeirra félagslegu úrræða og réttinda sem föngum ber.
  11. Ekki má mismuna föngum í neinu tilliti, eftir því hvar þeir eru vistaðir, nema slík mismunun byggi á lögmætum, sanngjörnum og málefnalegum sjónarmiðum.
  12. Tryggja skal velferð ungmenna sem dæmd hafa verið til refsivistar, í samræmi við alþjóðleg mannréttindi sem íslenska ríkið er skuldbundið af. Ungmenni skal ekki vista meðal fullveðja fanga.

Sjá nánar á heimasíðu Pírata

Comments

Samfylkingin - stefna í fangelsismálum

21/10/2016

Comments

 
Picture
​Á landsfundi Samfylkingarinnar hefur verið ályktað um fangelsismál, þar segir:
 
Áhersla á betrunarvist
Leggja á áherslu betrunarvist fanga í stað refsivistar, með því að m.a. efla menntun fanga og draga þannig úr líkum á endurteknum afbrotum. Mikilvægt er að hlúa að aðstandendum fanga en nú er hvorki fyrir hendi fagleg aðstoð við aðstandendur né aðstaða fyrir þá í fangelsunum.
 
Geðheilbrigði fanga
Skapa þarf úrræði innan fangelsis- eða heilbrigðiskerfisins vegna vistunar geðsjúkra fanga. Setja á fram löggjöf um sáttamiðlun sem jafnan valkost til úrlausnar ágreiningi í einkamálum og viðskiptadeilum samhliða dómstólum og úrskurðarnefndum á vegum stjórnvalda.
 
Afglæpavæðing fíkniefna
Unnið skal að afglæpavæðingu fíkniefna – refsirammi vímulöggjafarinnar er of strangur og ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Varsla neysluskammta fíkniefna ætti þar af leiðandi ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni ætti að veita í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu.

Sjá á heimasíðu Samfylkingarinnar

Comments

Viðreisn - stefna í fangelsismálum

21/10/2016

Comments

 
Picture
Við lítum á þetta sem mikilvægan þátt í innanríkisstefnu okkar. Það er sér kafli um þessi mál. Við lítum svo á að fjölga þurfi úrræðum fyrir fanga. Bæði innan fangelsis og svo við refsingu. 
 
Það er til dæmis óásættanlegt að ungt fólk sem hefur misstigið sig og hefur tekið lífið föstum tökum þurfi að fara aftur á byrjunarreit í lífinu vegna þess að þau eiga eftir að afplána dóm sem þau fengu í neyslu. Hér á að vera hægt að skilorðsbinda þegar fólk stendur sig vel.
 
Það er einnig óásættanlegt að ungt fólk sem tekið er með fíkniefni á sér þarf að lenda á sakaskrá og takmarka verulega framtíðar-starfsmöguleika.
 
Lykilinn að bættu samfélagi er að fangar eins og annað fólk geti fengið tækifæri til að verða virkir þjóðfélagsþegnar frekar en að vera minnihlutahópur í samfélaginu sem enginn veit hvernig á að umgangast.
 
Stefnan eins og hún er sett fram á netinu:
  1. Menntun og annar stuðningur þarf að gera föngum betur kleift að hefja nýtt líf að lokinni afplánun.
  2. Fjölga þarf úrræðum við fyrsta brot og efla þarf sérstaklega úrræði fyrir andlega veika afbrotamenn.
  3. Neysla ávana- og fíkniefna á ekki að varða refsingu. Stórauka þarf forvarnir og fræðslu til að styðja við þá sem hafa ánetjast neyslu.

Comments

Fangar hafa líka kosningarétt!

18/10/2016

Comments

 
Kosningar fara fram í fangelsum landsins á næstu dögum. Afstaða hvetur stjórnmálaflokka og frambjóðendur til að kynna stefnu sína í fangelsismálum og vekur athygli á því að mögulegt er að heimsækja fangelsi landsins og hitta fanga, eftir því sem fangar sjálfir vilja. 

Afstaða kallar sérstaklega eftir sýn stjórnmálaflokka á heildarnálgun í betrun, mennta- og atvinnumál í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fanga, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu og úrræði fyrir fanga eftir afplánun. Af því tilefni hefur Afstaða stjórnmálaflokkum fyrirspurn varðandi stefnu þeirra í málaflokknum.

Svör flokkanna við fyrirspurn Afstöðu verða birt á heimasíðu félagsins seinni partinn á morgun, miðvikudag. Óski frambjóðendur eftir samtali eða fundi með talsmönnum félagsins má hafa samband við undirrituð. 

Virðingarfyllst, fyrir hönd Afstöðu,

Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formadur@afstada.is 

Aðalheiður Ámundadóttir,
alla@afstada.is
Comments

Fréttatilkynning - Dómareiknir

17/10/2016

Comments

 
Picture
​AFSTAÐA opnaði í dag formlega nýjan vef á slóðinni www.domareiknir.is. Nýi vefurinn er sennilega mesta framfaraskref sem litið hefur dagsins ljós varðandi upplýsingagjöf um framgang í fangavist.
 
Tilgangurinn með www.domareiknir.is er að gera niðurstöðu dóma aðgengilega og skiljanlega almenningi. Oft virðist uppi misskilningur um hvernig niðurstaða dóma er í framkvæmd, enda ekki á hendi dómsvaldsins að útfæra dóma heldur framkvæmdavaldsins (þ.e.a.s. fangelsismálastofnunar). Mörgum gæti þó þótt eðlilegra að það væri í verkahring dómstólana að útskýra og útfæra dóma, enda getur orkað tvímælis að það sé t.d. í höndum fangelsisyfirvalda að ákveða hverjir fái að afplána dóma í samfélagsþjónustu en ekki dómara.
 
Þó það sé hlutverk dómstóla að kveða upp dóma flækir það oft niðurstöðurnar að fangelsismálastofnun skuli síðan falið að útfæra dómana og taka ákvarðanir um hvernig skuli fullnusta dóma. Dómareiknirinn er ætlað að varpa ljósi á hvernig réttarkerfið virkar í raun, því útkoma dóma hefur að mörgu leyti verið hulin þeim sem ekki hafa djúpt innsæi inn í íslenskt réttarkerfi - sem er þó svo mikilvægt fyrir réttarríkið; að öllum sé kunnugt um hvaða reglur þar ríkja og þær séu öllum skiljanlegar, þar með talið dómaframkvæmd.
 
Afstaða hefur jafnframt, í samvinnu við lögmenn með sérþekkingu á sakamálarétti, sett saman upplýsingar um réttarkerfið og þau takmörkuðu dómsúrræði sem dómstólar hér á landi hafa úr að velja þegar dæmt er í málum. Dómstólar í Skandinavíu hafa úr mun fleiri úrræðum að velja en íslenskir dómstólar og geta þannig t.d. ákveðið að afplánun skuli fara fram undir rafrænu eftirliti (með s.k. ökklaböndum), að dómþoli skuli gangast undir meðferðarúræði vegna ölvunaraksturs og annars konar úrræði sem tryggja að afplánun dóms hefst strax við uppkvaðningu dóms. Þannig er orsök og afleiðing brots sett í samhengi, afplánun hefst án tafa og fer fram í nærumhverfi dómþolans.
 
Með nýja vefnum geta fangar, aðstandendur, fangaverðir, lögmenn, fréttamenn og almenningur kynnt sér hvernig framgangur fangavistar er, að gefnum fyrirframgefnum forsendum, og fengið þannig fram upplýsingar um dagsetningar og þau úrræði sem í boði eru skv. núgildandi lögum og reglum. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um þau dómsúrræði sem í boði eru hér á landi, auk þess sem hægt er að nálgast lista yfir þá lögmenn sem Afstaða vann vefinn í samstarfi við og munu koma að áframhaldandi þróun á innihaldi hans.

Guðmundur Ingi Þóroddsson
formadur@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV