Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Fangar eiga líka börn

23/12/2018

Comments

 
Picture
Þetta var meðal þess sem stóð á miðunum sem héngu á “Englatré” því sem fangapresturinn, sr. Hreinn S. Háonarson, kom fyrir í anddyri Grensáskirkju á fyrsta í aðventu - nú 12 árið í röð.
 
“Á jólatré þetta eru hengd lítil spjöld í engilsmynd og tréð því kallað Englatréð. Á spjaldi þessu stendur leyninafn barnsins og aldur. Safnaðarfólk hefur síðan verið hvatt til þess að taka eitt spjald og finna litla gjöf handa viðkomandi barni og leggja hana síðan við tréð. Fangaprestur setur síðan nýjan jólamerkimiða á hvern pakka eins og væri hann hver annar jólasveinn (!) því hann veit hið rétta nafn barnsins, skrifar það á  miðann og setur á gjöfina með kveðju frá vini eða vinkonu, eða jólasveininum. Englaspjöldin hafa alltaf runnið út því fjölmargir hafa viljað leggja málinu lið. Fjöldi spjalda skiptir tugum og stundum hefur þurft að hafa tvö spjöld á barn til að koma til móts við hinn mikla áhuga og velvilja safnaðarins” sagði m.a. í pistil sr. Hreins um þetta efni á heimasíðu hans wwwfangelsismal.is
http://www.fangelsismal.is/2018/12/02/faein-ord-a-adventu-um-born-fanga-og-englatred/ 

 
Já, velviljinn er mikill gagnvart þeim sem minnst mega sín – þ.e. börnum þeirra sem dvelja í fangelsum um jólin. Því það eru í reynd þau sem þjást vitandi af foreldri sínu sem er aðskilið frá fjölskyldu og vinum á þeim tíma ársins sem fólk kemur saman til að treysta böndin. Vanlíðanin hjá þeim sem í fangelsi eru snýr enda fyrst og fremst að því að hugsa til barnanna, fjölskyldu og vina – sem hafa áhyggjur af hinum frelsissvipta.
 
Afstaða vill þakka öllum sem sýna föngum, börnum þeirra og öðrum vandamönnum hlýhug og skilning, nú þegar jólin ganga í garð.
 
Afstaða óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
 
ritstjorn@afstada.is
​
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV