Ein af þeim reglum sem fangelsisyfirvöld setja er að þau tilkynna barnavernd um að barn vilji koma í heimsókn í fangelsi að hitta aðstandanda en vegna þessarar reglna er algengt að forráðamaður vilji ekki að barnið fari í heimsókn í fangelsi því fólk óttast það að vera á skrá hjá barnavernd. Fangelsisyfirvöld taka fram að þetta hafi engin áhrif og aðeins sé verið að fá staðfestingu hjá barnavernd um að ekkert opið mál sé í kerfinu hjá viðkomandi barni.
Vegna allrar þessara reglna eins og tilkynning til barnaverndar, glerheimsókna, heimsóknir aðeins á virkum dögum, kröfu um fjölda pappíra frá ýmsum aðilum, takmarkanir á fjölda fólks á heimsóknarlista, takmarkanir á breytingu á heimsóknarlista og einnig reglan um að agabrotaleysi fangans, hefur það haft þau áhrif að heimsóknir eru mun fátíðari í dag en áður. Það er því í raun skipulega verið að fækka heimsóknum í fangelsin og um leið verið að slíta sundur fjölskyldubönd. Það er slæmt mál fyrir samfélagið í heild en kemur verst niður á börnum fanga |
höfundarGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga, um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is pistlasafn
July 2023
|