Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Á að loka Kvíabryggju?

17/12/2015

Comments

 
Picture
Samstaða - listi fólksins er í meirihluta í Grundarfirði og hefur sent fjárlaganefnd erindi vegna Kvíabryggju.
Bæjarstjórnin í Grundarfirði hefur skrifað fjárlaganefnd erindi þar sem hún óttast að Kvíabryggju á Snæfellsnesi verði lokað vegna niðurskurðar í fjárveitingum til fangelsismála. Tilefni óttans eru ummæli forstjóra fangelsismálastofnunar þess efnis að nauðsynlegt sé að skera niður í rekstri, verði frumvarp til fjárlaga að lögum í óbreyttri mynd. Bæjarstjórnin hoppar þannig á vagninn, og tekur áskorun forstjórans, um að setja þrýsting á ríkisvaldið um auknar fjárveitingar til reksturs fangelsanna.
 
Árangursrík stefna
Kvíabryggja var lengi vel eina opna fangelsið hér á landi og þar var haldið úti blómlegri atvinnustarfsemi sem hver einasti vistmaður hafði atvinnu af, mest við sjávarútveg. Margvíslegur ávinningur var af þessari nálgun; kennt var verklag og agi, sem fylgir þátttöku í atvinnulífi, auk þess sem flestir náðu að safna sér smá sjóði sem þeir tóku með sér út í lífið að lokinni afplánun. Í nágrannalöndunum, sem við gjarnnan berum okkur saman við, hefur þessari nálgun verið beitt í vaxandi mæli enda árangurinn af henni vel mælanlegur. Einstaklingar sem viðhalda samfélagslegum tengslum meðan á afplánun stendur, meðal annars með þátttöku í almennu atvinnulífi, virðast líklegri til að geta fótað sig betur út í samfélaginu að lokinni afplánun dóms.
 
SJÁ EINNIG: um norska stefnumótun - á íslensku

Fleiri betrunarhús
Á Kvíabryggju hafa hlutirnir hins vegar þróast þannig að þar er nú vart neina vinnu að fá og enginn vilji virðist til þess að tengja atvinnulífið í grennd við starfsemina. Á næstu árum hefði þurft að fjölga verulega fjölda opinna úrræða hér á landi, sé ætlunin að ná sambærilegum árangri og okkar næstu nágrannar hafa verið að ná við að byggja upp einstaklinga til jákvæðrar samfélagsþátttöku eftir afplánun. Slík betrunarhús þurfa hins vegar að vera staðsett þar sem sveitarfélög og atvinnulífið er tilbúið til að koma að málum, sem virkir þátttakendur í að byggja upp starfsemi sem undirbýr einstaklingana, sem þar eru í vist, fyrir þátttöku í samfélaginu. Staðsetning betrunarhúsa þarf sem sagt að taka mið af vilja samfélagsins í grennd til að taka virkan þátt, í samvinnu við ríkisvaldið, í þeirri starfsemi sem þar fer fram.
 
Ábyrgð sveitarfélaga
Nú hefur bæjarstjórnin í Grundarfirði stigið fram með kröfu á ríkisvaldið um aukið fé til rekstursins á Kvíabryggju, en við spyrjum: hvað er samfélagið á Grundarfirði tilbúið að leggja af mörkum til að koma starfseminni þar í það horf sem áður var? Þegar það liggur fyrir væri fyrst kominn grundvöllur til að ræða framtíð Kvíabryggju.

ritstjorn@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV