Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Að taka fólk af lífi

12/3/2015

Comments

 
Picture
Fyrir tilstilli Evrópuráðsins hefur okkur sem búum í þessum heimshluta tekist að hefja mannréttindi á hærra plan. Meðan menn velta fyrr sér í Bandaríkjunum hvort taka á fólk af lífi með banvænu efni - nú eða bara skjóta það - þá er í gildi fortakslaust bann í Evrópu gegn aftökum.

Evrópuráðið hefur líka sett reglur um umgjörð frelsissviptingar, sem er eitthvert mesta inngrip ríkis í frelsi einstaklingsins, sem aðildarríkjum ber að hafa til hliðsjónar í störfum sínum - sem lágmarks viðmið. Evrópsku fangelsisreglurnar skulu aðgengilegar, og kynntar sérstaklega, þeim sem eru sviptir frelsi eða starfa við að svipta aðra frelsi. Í þeim tilgangi hafa reglurnar nú verið þýddar á yfir 30 ólík tungumál aðildarríkjanna - þó ekki á íslensku!

Til að fylgja eftir þessum markmiðum Evrópuráðsins heldur ráðið úti eftirliti sem skipað er fulltrúum aðildarríkjanna. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (CPT) um varnir gegn pyndingum og ómannlegri, eða vanvirðandi meðferð hefur í ferðum sínum til Íslands gert athugasemdir sem hefur verið tekið mis vel af íslenskum stjórnvöldum.

SJÁ EINNIG: Fangi festur á planka.

Í síðustu viku var tvítugur piltur leiddur fyrir dómara. Í dómshúsinu sat fyrir honum ljósmyndari sem reyndi að ná af honum 'góðum myndum'. Reyndar fannst ljósmyndaranum vanta nokkuð upp á uppsetninguna: með piltinum var bara einn starfsmaður, kona að auki, og engin voru handjárnin.

Engu að síður var myndin birt. Og í næstu viku, þegar dómur fellur, verður myndin væntanlega birt aftur - ásamt nafni. Pilturinn verður tekinn af lífi!

Tilgangurinn með birtingu dóma var að almenningur gæti glöggvað sig á túlkun laga - ekki að taka fólk af lífi. Við sem búum í þessum heimshluta ætluðum nefnilega að hætta aftökum.

SJÁ EINNIG: Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu.

Í síðustu viku var tilkynnt að Rúmenía hefði ákveðið taka upp Bastøy módelið. Það hefur nefnilega sýnt sig að þeir sem ljúka afplánun í fangelsinu á Bastøy í Noregi eru líklegri til að snúa betri út í samfélagið en ella - og einungis 16% þeirra sem ljúka þar afplánun snúa í fangelsi að nýju.

SJÁ EINNIG: umfjöllun AFSTÖÐU um Bastøy módelið.

Hættum að taka fólk af lífi á Íslandi og hefjum umræðuna á hærra plan! Tilgangur dóma á enda að vera sá að hjálpa einstaklingum, sem hafa farið út af sporinu, til að komast á rétt spor í lífinu á ný.

ritstjorn@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun