Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Áskorun til dómsmálaráðherra

3/4/2017

Comments

 
Picture
RÚV upplýsti nýverið um að fjórir fangaverðir hefðu réttarstöðu sakbornings vegna atviks á Litla-Hrauni í byrjun árs, þegar fangi kveikti eld í einangrunarklefa. Þar var hann vistaður, undir myndavél, því talið var að viðkomandi væri hættulegur sjálfum sér. Reyndist sá grunur á rökum reistur.
 
Afstaða hefur að undanförnu vakið athygli á að skortur sé á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki í fangelsunum og mikilvægi þess að fagfólk komi jafnframt að ákvarðanatöku um framgang og ákvörðunum um annars konar úrræði en fangelsisvist. Í dag er fangavist enda bara geymsla þar sem lítil sem engin endurhæfing og uppbygging fer fram, en eins og Afstaða hefur ítrekað vakið athygli á hefur til að mynda ekki verið starfandi geðlæknir við fangelsin síðan 2013.
 
Fyrir vikið er fárveikt fólk tekið úr umferð, sett í fangelsi til geymslu – í stað þess að fundin séu úrræði og lausnir sem samfélaginu eru til hagsbóta, sem og þeim sem hættan stafar af. Það fylgir því nefnilega mikil ábyrgð að svipta einstaklinga frelsi og sú frelsissvipting hlýtur að þurfa að hafa einhvern tilgang. Framsýni, sem byggð er á stefnumótun hins opinbera og heildarsýn í málaflokknum, virðist algjörlega skorta þegar hættulegir einstaklingar eru sviptir frelsi sínu. Þeir eru í raun bara fjarlægðir af götunni og settir í fangelsi til geymslu.
 
Nú er mál að linni
Kastljósið fjallaði með reglulegum hætti um málefni fársjúks einstaklings sem virtist alltaf enda í fangelsi þar sem enga hjálp var að fá, þrátt fyrir að viðkomandi þyrfti sárlega á aðstoð geðheilbrigðiskerfisins að halda. En, hversu oft eigum við að þurfa að fara í gegnum slíka umræðu áður en gripið er í taumana, geðheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðismati komið á í fangelsum landsins – og fárveikum einstaklingum komið í réttar hendur þar sem viðeigandi aðstoð er að fá, en ekki bara kastað til geymslu í fangelsin?
 
Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að sé geðsjúkur maður sem sakfelldur hefur verið fyrir refsilagabrot vistaður í afplánunarfangelsi hér á landi kunni slík ráðstöfun að ganga nærri því að teljast brot á fyrirmælum 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, að minnsta kosti ef honum er ekki tryggð þar viðeigandi læknisþjónusta. Við slíkt verður ekki unað mikið lengur.
 
Afstaða krefst þess að dómsmálaráðherra hlutist til án tafa við að tryggja viðkomandi einstaklingi stjórnarskrárbundinn rétt til viðeigandi aðstoðar. Verði ekki orðið við slíku ákalli mun Afstaða óska eftir samvinnu við Fangavarðafélag Íslands um að leita til alþjóðlegra eftirlitsaðila af þessu tilefni.

formadur@afstada.is

Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun