Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Þrengt að Barnakoti

2/11/2015

Comments

 
Picture
Í skýrslu umboðsmanns barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna árið 2010 var ein af ábendingum til íslenskra stjórnvalda að tryggt yrði að boðið yrði upp á barnvæna aðstöðu í ölum fangelsum til þess að börn geti notið samvista við foreldra sína (bls. 8). Komið hafði í ljós, þegar umboðsmaður kannaði heimsóknaraðstöðu í fangelsum, að hún væri alls ekki fullnægjandi í öllum tilvikum og algengast að heimsóknir færu fram í litlum herbergjum innan fangelsis - og að sú aðstaða væri ekki barnvænleg.
 
Fyrir rúmu ári síðan var loks brugðist við athugasemdum umboðsmanns barna á Litla-Hrauni, þegar tekið var í notkun Barnakot: aðstaða þar sem börn fanga geta heimsótt feður sína í notalegu umhverfi. Hafði reyndar borist rausnarlegt framlag árið 2010 frá Barnavinafélaginu Sumargjöf til að koma upp slíkri aðstöðu, sem þó varð ekki að veruleika fyrr en fjórum árum síðar.
 
Þrátt fyrir að góð reynsla væri komin á úrræðið var ákveðið að þrengja opnunartíma Barnakots. Þessu hefur umboðsmaður barna mótmælt, sem og Barnavinafélagið Sumargjöf – ásamt því sem Afstaða hefur harðlega mótmælt skerðingunni, og þeim áhrifum sem hún kann að hafa á samvistir barna við feður sína.
 
Í bréfi umboðsmanns barna til fangelsismálastofnunar vegna lokunarinnar eru settar fram tvær spurningar:
1)   Var sérstakt fjármagn ætlað í opnun og rekstur Barnakots við gerð síðustu fjárhagsáætlunar?
a. Ef svo er, hefur það fjármagn að öllu leyti verið nýtt?
2)  Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að takmarka opnunartíma Barnakots? Var sérstaklega metið hvaða áhrif sú ákvörðun myndi hafa á hagsmuni og réttindi barna?
 
Þá telur umboðsmaður barna að lokun Barnakots gangi gegn anda og innihaldi 3. gr. Barnasáttmálans og 2. mgr. 1. gr. barnalaga, enda ljóst er að sú ákvörðun að takmarka opnunartíma Barnakots hefur mikil áhrif á börn fanga og möguleika þeirra til þess að njóta samvista við foreldra sína í sem bestu umhverfi miðað við aðstæður.
 
Afstaða tekur undir þessar áhyggjur umboðsmanns barna!

​formadur@afstada.is

Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV