Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

"Ég vil bara laga þetta"

3/12/2014

Comments

 
Picture

Í Fréttablaðinu í dag var ítarleg umfjöllun um mikilvægi náms sem hluta af betrunarvist þeirra sem leiðast af hinni beinu braut og inn í fangelsi. „Við stöndumst ekki þær kröfur alþjóðasamfélagsins sem við höfum skuldbundið okkur til“, sagði Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur sem hefur rannsakað nám fanga í afplánun.

Umræða spannst um nám fanga eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður þingflokks Pírata tók upp á Alþingi tildrög þess að löggjafinn ákvað árið 2011 að gera stöðu námsráðjafa við fangelsin að fullu starfi, sem nú væri orðið að einungis hálfu starfi. „Virðulegi forseti, það er óþolandi“, sagði þingmaðurinn.

Einhverjum fannst að sér vegið, en staðreyndin er sú að bæði fræðimaðurinn og þingmaðurinn styðjast við rannsóknir þegar þeir undirstrika mikilvægi náms sem þátt í betrun. Það sýni sig að þeir sem stunda nám séu ólíklegri til að lenda aftur í fangelsi og endurkomutíðni minnki með aukinni menntun fanga.

Betri út
Í fyrra var haldin á Íslandi Evrópuráðstefna þeirra sem starfa við uppfræðslu í fangelsum víðsvegar í Evrópu. Þáverandi námsráðgjafi sagði stolt frá því starfi sem unnið hafði verið í uppbyggingu náms í fangelsum á Íslandi. Svo virtist sem ætlunin væri að spýta í lófana, byggja upp og þróa námsframboð fyrir fanga með fjölbreyttari námsleiðum, m.a. með áherslu á verknám.

Eins og þingmaðurinn sagði í viðtali var tilgangur hans með því að vekja máls á að staða námsráðgjafa við fangelsin væri nú einungis 50% staða, þrátt fyrir skýran vilja löggjafans um að staðan væri 100%, að það væri leiðrétt. „Ég vil bara laga þetta“, sagði Helgi Hrafn í viðtali við Vísi.

Nú hefur Helgi Hrafn lagt fram breytingartillögu við fjárlög næsta árs til að fá þetta leiðrétt. Það væri gott innlegg í umræðuna um mikilvægi náms í fangelsum að tryggja stöðu námsráðgjafa fyrir fanga.

ritstjorn@afstada.is

Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV