Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

FANGAR OG „GRÁU SVÆÐI“ SVEITARFÉLAGANNA

2/4/2018

Comments

 
Picture
Árum saman hefur Afstaða, félag fanga barist fyrir að einhver taki ábyrgð á framfærslu einstaklinga í afplánun. Fangelsisyfirvöld segja sveitarfélögin bera ábyrgð og sveitarfélögin segja ríkið bera ábyrgð!

Hjá Sambandi sveitarfélaga flokkast þetta undir „grátt svæði“. Umboðsmaður Alþingis hefur þó kveðið á um að sveitarfélögum beri að greiða kostnað, eins og t.d. vegna tannviðgerða - en í mörgum tilfellum er tannheilsa fanga í mjög slæmu ásigkomulagi, sem hefur áhrif m.a. á sjálfsvirðingu einstaklinga.

Reyndar er misjafnt milli sveitarfélaga hvernig framkvæmdin er. Sum sveitarfélög greiða allan heilbrigðiskostnað sem ríkið greiðir ekki. Önnur aðstoða fanga við að útvega sér fatnað, afla sér ökurèttinda (þ.m.t. meirapróf) vinnuvélaréttinda, pungapróf og veita jafnvel einhvers konar stuðning fyrstu mánuðina eftir afplánun.

Vegna þess að framkvæmdin er misjöfn eftir sveitarfélögum skapast oft titringur í fangelsunum, þar sem sumir njóta stuðnings - en aðrir ekki. Reykjavíkurborg hefur staðið sig verst allra sveitarfélaga og greiða föngum ekki neitt og misjafnt er eftir hverfisstöðum hvernig tekið er á málum.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar segja fanga, eins og aðra, hafa rétt til aðstoðar - en svo er regluverkið svo flókið og matskennt að fanginn á í raun aldrei möguleika gagnvart kerfinu.

Umboðsmaður borgarbúa hefur tekið málið til skoðunar og sagt að enginn lagalegur vafi leiki á um að sveitarfélögunum beri að tryggja framfærslu þeirra sem ekki hafa möguleika á að framfleyta sér sjálfir - og skiptir þá lögheimilissveitarfèlag engu.

Einhverra hluta vegna hefur áliti Umboðamanns borgarbúa ekki verið fylgt eftir, nú eða ekki hlustað á álit hans. Þrátt fyrir að borgarstjóra hafi verið bent á þennan viljaleysa, virðist það hafa verið eins og hjóm eitt því enn þverskallast borgaryfirvöld við að taka á þessu og leysa - eins og þeim þó ber.

Því spyr ég: hvað hyggst þinn stjórnamálaflokkur gera í þessu máli að loknum kosningum?

​formadur@afstada.is 
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV