Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Fréttatilkynning - Dómareiknir

17/10/2016

Comments

 
Picture
​AFSTAÐA opnaði í dag formlega nýjan vef á slóðinni www.domareiknir.is. Nýi vefurinn er sennilega mesta framfaraskref sem litið hefur dagsins ljós varðandi upplýsingagjöf um framgang í fangavist.
 
Tilgangurinn með www.domareiknir.is er að gera niðurstöðu dóma aðgengilega og skiljanlega almenningi. Oft virðist uppi misskilningur um hvernig niðurstaða dóma er í framkvæmd, enda ekki á hendi dómsvaldsins að útfæra dóma heldur framkvæmdavaldsins (þ.e.a.s. fangelsismálastofnunar). Mörgum gæti þó þótt eðlilegra að það væri í verkahring dómstólana að útskýra og útfæra dóma, enda getur orkað tvímælis að það sé t.d. í höndum fangelsisyfirvalda að ákveða hverjir fái að afplána dóma í samfélagsþjónustu en ekki dómara.
 
Þó það sé hlutverk dómstóla að kveða upp dóma flækir það oft niðurstöðurnar að fangelsismálastofnun skuli síðan falið að útfæra dómana og taka ákvarðanir um hvernig skuli fullnusta dóma. Dómareiknirinn er ætlað að varpa ljósi á hvernig réttarkerfið virkar í raun, því útkoma dóma hefur að mörgu leyti verið hulin þeim sem ekki hafa djúpt innsæi inn í íslenskt réttarkerfi - sem er þó svo mikilvægt fyrir réttarríkið; að öllum sé kunnugt um hvaða reglur þar ríkja og þær séu öllum skiljanlegar, þar með talið dómaframkvæmd.
 
Afstaða hefur jafnframt, í samvinnu við lögmenn með sérþekkingu á sakamálarétti, sett saman upplýsingar um réttarkerfið og þau takmörkuðu dómsúrræði sem dómstólar hér á landi hafa úr að velja þegar dæmt er í málum. Dómstólar í Skandinavíu hafa úr mun fleiri úrræðum að velja en íslenskir dómstólar og geta þannig t.d. ákveðið að afplánun skuli fara fram undir rafrænu eftirliti (með s.k. ökklaböndum), að dómþoli skuli gangast undir meðferðarúræði vegna ölvunaraksturs og annars konar úrræði sem tryggja að afplánun dóms hefst strax við uppkvaðningu dóms. Þannig er orsök og afleiðing brots sett í samhengi, afplánun hefst án tafa og fer fram í nærumhverfi dómþolans.
 
Með nýja vefnum geta fangar, aðstandendur, fangaverðir, lögmenn, fréttamenn og almenningur kynnt sér hvernig framgangur fangavistar er, að gefnum fyrirframgefnum forsendum, og fengið þannig fram upplýsingar um dagsetningar og þau úrræði sem í boði eru skv. núgildandi lögum og reglum. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um þau dómsúrræði sem í boði eru hér á landi, auk þess sem hægt er að nálgast lista yfir þá lögmenn sem Afstaða vann vefinn í samstarfi við og munu koma að áframhaldandi þróun á innihaldi hans.

Guðmundur Ingi Þóroddsson
formadur@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun