Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

HLAUPARAR AFSTÖÐU Í MARAÞONINU: TAKK!

17/8/2017

Comments

 
Picture
Við hjá Afstöðu höfum undanfarin ár unnið af miklum krafti og sannfæringu við að fræða bæði stjórnvöld og almenning um mikilvægi þess að einstaklingar sem sviptir hafa verið frelsi sínu með dómi fái viðeigandi meðferð, menntun, starfsþjálfun og að dvölin í fangelsi verði betrunarvist.
Viðbrögðin hafa verið á þá leið að við teljum að starfið sé að skila árangri. Viðhorf til málaflokksins hefur breyst. Afstaða er stórhuga félag og vill meira en eingöngu afstöðubreytingu. Markmið félagsins til framtíðar er að útvíkka starfsemina og vinna bæði fyrir fanga en ekki síður fyrrverandi fanga. Allir þurfa annað tækifæri til að geta aðlagast samfélaginu sem vék þeim til hliðar. Afstaða stefnir meðal annars að því í nánustu framtíð að koma upp vinnumiðlun fyrir fyrrverandi fanga til þess að gera þessi tímamót einfaldari. Þá hyggst félagið reyna að efla frekar ráðgjafastarf, til dæmis fyrir aðstandendur fanga.
 
Félagið er rekið af sjálfboðaliðum og eingöngu fyrir félagsgjöld, þ.e. þóknun frá föngum sjálfum.
 
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar litla félag að fá aðstoð sem þína og viljum við koma á framfæri þakklæti frá hjartans rótum fyrir framlagið. Við erum mjög stolt af hlaupurunum okkar.
Þakka ykkur hjartanlega fyrir aðstoðina og gangi ykkur öllum vel!
 
F.h. stjórnar Afstöðu, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður

Þeir sem vilja heita á hlauparana okkar og styrkja okkar starf geta gert það hér:  
https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/383/afstada 
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun