Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Reynslulausn eftir 1/3 hluta afplánunar

30/7/2017

Comments

 
Picture

Vistun í lokuðu fangelsi til lengri tíma hefur slæm áhrif, það hreinlega skemmir fólk á öllum aldri en sérstaklega óhörnuð ungmenni. Á Íslandi er rekin refsistefna í fangelsismálum og eru fangelsin lítið annað en geymslur. Afplánunin er innihaldslaus þar sem vantar upp á meðferðarúrræði og atvinnumöguleika auk þess sem verknám er ekkert og bóknám takmarkað. Útivist er lítil og engar tómstundir í boði.
 
Þegar frumvarp til fullnustu refsinga var í umsagnarferli mótmælti Afstaða því að ekki ætti að taka upp betrunarstefnu og að orðið betrun kæmi hvergi fyrir í lögunum, en var hent inn eftir okkar athugasemdir. Frumvarpið var kallað heildarendurskoðun á lögunum en í raun var aðeins verið að laga ákveðin lagaleg atriði stjórnvöldum í vil, þar á meðal til að lækka kostnað hins opinbera. Fáeinum atriðum var bætt við, sem hljóma vel en þegar skilyrði þeirra eru skoðuð kemur í ljós að þau nýtast afar fáum.
 
Eitt af því sem var nýtt í lögunum var ákvæði um reynslulausn ungra fanga, þ.e. þeirra sem framið hafa brot áður en þeir ná 21 árs aldri. Þeir geta fengið reynslulausn þegar liðinn er 1/3 hluti afplánunar ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. að sækja ýmis námskeið og meðferðir auk þess sem hegðun í afplánun þarf að vera til fyrirmyndar. Afstaða mælti með þessu úrræði enda afar mikilvægt, eins og áður segir, að ungt fólk sé ekki lengi í lokuðu fangelsi.
 
Þegar viðkomandi fær lausn úr lokuðu fangelsi fer hann á áfangaheimili og síðar lýkur hann afplánun undir rafrænu eftirliti. Bæði þessi skref eru mjög mikilvæg þegar kemur að því að fá fanganum frelsi að nýju. Á öllum stigum eru strangar reglur og mikið eftirlit. Ef viðkomandi brýtur reglurnar er hann færður aftur í lokað fangelsi. Að vera í afplánun í opnu úrræði reynir því meira á fanga en að vera í lokuðu úrræði.
 
Jafnvel þótt Íslendingar séu eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að betrunarstefnu í fangelsismálum þá höfum við þetta kerfi en í því felst vísir að betrun. Og það er jákvætt. En að sjálfsögðu þarf að gera betur og koma á fót heildstæðu kerfi.
 
Mikilvægasta fyrir samfélagið er að dæmdir menn brjóti ekki af sér aftur. Auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir fyrsta brot en reyna á með öllum mætti að koma í veg fyrir að viðkomandi brjóti af sér á ný. Það ætti alltaf að vera markmiðið með fangavist.
 
Afstaða telur að reynslulausn í þrepum fyrir unga afbrotamenn sem endar eftir 1/3 hluta afplánunar sé mjög gott úrræði. Það sem gagnrýna má er að það er ekkert einstaklingsbundið meðferðarúrræði í fangelsum landsins og benda má á að síðasta ríkisstjórn skar niður fjárveitingar til meðferða kynferðisbrotamanna, en vitað er að meðferðir sem slíkar draga úr líkum á frekari brotum. Sama ríkisstjórn vissi líka að lögin um fullnustu refsinga væru gölluð en hlustaði ekki á sérfræðinga í málaflokknum.
 
Afstaða telur engu að síður að ekki eigi að tala niður það góða sem finna má í lögunum og hvetur fólk til að kynna sér málaflokkinn í stað þess að gagnrýna stjórnmálamenn og Fangelsismálastofnun hugsunarlaust. Markmiðið er að minnka líkur á frekari brotum og fækka brotaþolum. Í því felast verðmætin fyrir samfélagið í heild.
 
 ​formadur@afstada.is 
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV