Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Samfélagsleg ábyrgð

9/12/2015

Comments

 
Picture
Hugtakið betrun getur verið flókið, en því höfum við haldið á lofti – og að það sé forsenda fyrir því að einstaklingur sem hefur hlotið dóm geti orðið að nýtum samfélagsþegn, en verði ekki hornreka í samfélaginu. Að því verki þurfa margir að koma og má segja að sé á ábyrgð samfélagsins sem heild.
 
Í mínum huga er alveg ljóst að þeir sem hafa lent í fangelsi þurfa aðstoð til að koma undir sig fótunum að nýju. Ef það er ekkert húsnæði til að fara í, framfærsla og framtíðarsýn, þar sem markmiðið er að einstaklingarnir verði nýtir samfélagsþegnar, þá lendum við í vítahring og þetta verður samfélgslegt vandamál.  Hvert erum við eiginlega komin ef allir atvinnurekendur ætla að gera sakavottorð sem skilyrði fyrir því hvort fólk telst hæft til að sinna tilteknum störfum?
 
Sigurjón Birgisson, fv. formaður fangavarðafélagsins kemur að kjarna málsins í viðtali við RÚV: „Í fangelsiskerfinu er gríðarlegur fjöldi manna, sem vissulega hefur misstigið sig á lífsleiðinni, en þeir eru mörgum góðum kostum gæddir og hæfileikum, en þeir fá bara engin tækifæri til þess að sýna það. Og það eina sem gerist að þeir fara út og koma aftur. Með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur öll.”
 
SJÁ EINNIG: Annað tækifæri fyrir alla?

Það er því með hreinum ólíkindum að verða vitni af forneskjulegum viðhorfum þar sem gera á einstaklinga hornreka í samfélaginu. Ekki er nóg að líta bara svo á að tilgangur fangavistar eigi að vera betrun ef samfélagið er síðan ekki tilbúið til að samþykkja einstaklinginn að afplánun lokinni. Hvernig getum við ætlast til þess að einstaklingur sem hefur setið af sér dóm geti breyst og betrast ef að samfélag manna mun aldrei taka hann í sátt að nýju – ALDREI.

Staðreyndin er sú að ef við útskúfum fólki er hættara við að það leiðist aftur á sömu braut. Er ekki eðlilegri nálgun að gefa fólki tækifæri á að sanna sig og verða virkir samfélagsþegnar?
 
Ég vona að það fyrirtæki sem nú er til umræðu sjái að sér og sýni samfélagslega ábyrgð - með því að taka þátt í að gefa einstaklingum, sem hafa misstigið sig í lífinu, tækifæri til að fóta sig að nýju. Í því felst nefnilega samfélagslegur ávinningur - okkur öllum til hagsbóta.

formadur@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun