Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Snapchat frá Guði

23/12/2016

Comments

 
Picture
sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur ásamt kór á aðventunni á Litla-Hrauni
Ég skil jólin. Skil anda þeirra, ilminn af þeim, gjafir, vináttu sem skín úr augum.

Ég skil þau.

Hlakka til þeirra eins og barn þó ég sé löngu vaxinn úr grasi. Já, þessu fræga uppeldisgrasi.
​
Ég skil þegar jólin hellast yfir með fullum þunga eins og þegar stífla brestur (ég hef séð það í bíómyndum). Skil orðið jólastress hjá sumum. Finn það ekki í mínum eigin huga. (Kannski blindur á það.) Veit að jólin koma. Skil það. Vona að þau komi til allra.

En sumt skil ég ekki.

Ég skil ekki voðaverkin sem gerast í heiminum. Illsku mannfólksins. Skil ekki hryllinginn í Aleppo. Ekki heldur hryðjuverk sem framin eru mitt í jólaundirbúningi. Né þegar börn þjást. Skil það alls ekki. Jafnvel þótt fræðin segi heiminn hafa fallið forðum daga í Edensgarði.

Skil ekki... og listinn er óendanlegur.

En ég skil jólin. Skil faðmlag og hlý orð sem segja: Gleðileg jól!

Skil alla jólatónlistina sem berst mér úr öllum áttum. Og hljómar svo inni í mér. 

Sjá himins opnast hlið...  Jólasálmur allra sálma. Þegar Guð snertir jörðina. Hlið sálarinnar opnast.

Skil jólin.

Skil hvernig þau tala til okkar. Tala til okkar allra. Koma til okkar allra. Líka í fangelsin. Enginn vill vera í fangelsi. Allra síst á jólum. En samt eru margir í fangelsi um jólin. Skil það ekki. Af hverju ekki jólafrí?

Jól í fangelsi eru öðruvísi jól en annars staðar. En eru samt jól.

Skil hvers vegna við drögumst að jólunum eins og ástfangið fólk. Líka í fangelsinu.

Jólin eru nefnilega væntumþykja. Þau eru það besta sem okkur er boðið: Guð kemur í heiminn. (Þessi Guð sem margir þola ekki að heyra minnst á.) Hann kemur með von sem býr í því sem á eftir að þroskast. Von til okkar um betra líf, hér og  þar, alls staðar, barnið helga sem kallar fram allt hið besta úr ótrúlegustu mannlegu hrossum (samt er mér vel við hestafólk). Hann sem sýnir okkur að þrátt fyrir allt þá er hver maður hæfur í húsum hans eftir smá jólabað (kalt eða heitt? Allt eftir smekk hvers og eins – eða hvað?). Þar liggur fegurð heimsins, fegurð lífsins og kærleikur til mannanna barna.

Ég skil jólin. Þau eru eins og merki á tímalínunni. Frábært snapchat frá Guði. Svona er hjá mér. Allir velkomnir, konur og karlar, börn og gamalmenni. Kisur, voffar og fuglar. Allt. Líka ég. Og þú.

Þessi jól skil ég.

Gleðileg jól og farsælt komandi ári!

Sr. Hreinn S. Hákonarson,                                                                                                                           fangaprestur þjóðkirkjunnar
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun