Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

Staða námsráðgjafa rædd á þingi

28/11/2014

Comments

 
Picture
Skjáskot af vef visir.is: Mynd sem hangir uppi víða í fangelsum landsins.
Hinn 11. ágúst sl. skrifaði stjórn Afstöðu formanni fjárlaganefndar erindi, en þá stóð til að skera niður stöðu námsráðgjafa við fangelsin niður í 30%. Var málið tekið upp á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni 15 ágúst, en inn á fundinn bárust þær fréttir að fallið hefði verið frá því að minnka stöðuna í 30% - nú væri rætt um að hún yrði 50% staða. Í morgun fjallaði fulltrúa Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd um málið undir liðnum störf þingsins. Ræðan í heild sinni:

„Virðulegi forseti. Menntun leikur lykilhlutverk í uppbyggingu nútímasamfélags. En við megum ekki gleyma því að hún leikur líka lykilhlutverk í betrun. Undanfarin ár hefur námsráðgjafi starfað við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hefur alfarið og einungis sinnt föngum. Í fjárlögum fyrir árið 2011 fékk Fjölbrautarskóli Suðurlands aukið fjármagn til að unn væri að auka stöðugildið upp í 100%, en það hafði áður verið 70% staða. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fangelsismál frá árinu 2008 segir, með leyfi forseta: 

„Algengt er að fangar á Ísland hafi ekki lokið grunnskólanámi en rannsóknir sýna að fylgni er milli stuttrar skólagöngu og afbrota og að endurkomutíðni minnkar með aukinni menntun fanga. Nám gegnir því lykilhlutverki við endurhæfingu fanga og stuðlar að betri möguleikum þeirra til að fóta sig í lífinu að lokinni fangelsisvist. [...] Eftir að námsráðgjafi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands hóf að sinna föngum í byrjun árs 2008 hefur dregið úr brottfalli þeirra úr námi og námsárangur batnað, enda veitir hann þeim ráðgjöf og stuðning við námið.“ Tilvitnun lýkur.

Virðulegi forseti. Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100% niður í 50% í fullkomnu trássi við vilja löggjafans, sem fer með fjárveitingarvaldið. Fjármagni sem var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms.

Virðulegi forseti, það er óþolandi.

Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tileinkað til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu, eins og Alþingi hefur reyndar nú þegar ákveðið.“

ritstjorn@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV