Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV

útskúfun til eilífðar?

17/3/2018

Comments

 
Nýverið kom að máli við mig ungur maður sem taldi sig hafa greitt sekt sína við samfélagið með úttekt á dómi sem hann hlaut. Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot og er að feta sín fyrstu skref út í samfélagið á ný eftir að lokið afplánun dómsins. Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, greindi mér frá því að hann hefði undanfarið sótt um, án afláts, hin og þessi störf og nær ávallt í fyrstu fengið góð viðbrögð og jafnvel vilyrði fyrir ráðningu. Sama svar barst honum svo frá öllum vinnuveitendum eftir fáeina daga: þakkað var fyrir umsóknina en henni jafnframt hafnað.
 
Ég hafði því miður fá ráð til að veita þessum unga manni. Þetta er veruleikinn sem blasir við fyrrverandi föngum á Íslandi og þá sérstaklega þeim sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot, alveg burtséð frá alvarleikastigi eða öðrum þáttum, s.s. aldri, sakarskrá að öðru leyti, menntun eða reynslu á vinnumarkaði.
 
Hvað viljum við sem samfélag að sé tilgangur dóma? Eiga dómþolar ekki að eiga afturkvæmt í samfélagið eftir afplánun dóms?
 
Í mínum huga er augljóst, að ef einstaklingur hefur hvorki þak yfir höfuðið né möguleika til að framfleyta sér eftir að hann hefur afplánað dóm, þá leiðist viðkomandi út á hættulega braut; hefur engu að tapa! Oft er því haldið fram að í fangelsum landsins séu framleiddir glæpamenn. Ef fangavistin hefur ekkert innihald og ekkert tekur við að lokinni afplánun dóms, þá er það óhjákvæmilegt; að dómþolar haldi áfram fyrri iðju og engin betrun eigi sér stað.
 
Ef refsa á til eilífðar, þeim sem hljóta dóma, eru tveir kostir eru í stöðunni; annars vegar að dæma þá bara menn í lífstíðarfangelsi eða veita þeim styrk til að flytjast búferlum úr landi. Það er að segja ef við sem samfélag ætlum að gefast upp á þeim samfélagssáttmála sem telja mátti í gildi hér á landi, og öðrum siðuðum samfélögum, þar sem einstaklingar eru aðstoðaðir við að fóta sig að nýju – en ekki útskúfaðir til æviloka.

​formadur@afstada.is
Comments
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    September 2021
    June 2021
    March 2021
    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© AFSTAÐA 2021
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun
  • FJÖLMIÐLUN
    • PODCAST
    • AFSTADA TV