Afstada.is
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun

Yfirlýsing frá kvíabryggju

18/11/2014

 
Fangar á Kvíabryggju hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í helgarblaði DV sem bar fyrirsögnina "Út úr heiminum á Kvíabryggju". Eftir fréttina fór fram ítarleg leit af hálfu lögreglu og sérstöku teymi fangavarða í öllu húsnæði og lóð Kvíabryggju án þess að nokkuð ólöglegt eða óleyfilegt hafi fundist.

Yfirlýsing:
Vegna fréttar liðinnar helgi um að neysla á læknadópi sé útbreidd meðal fanga Kvíabryggju fundum við okkur knúna til að koma eftirfarandi á framfæri:

Neysla ólöglegra lyfja getur tæpast talist útbreidd eða viðvarandi innan veggja Kvíabryggju. Eins og nýlegt dæmi vitnar koma upp einstaka tilvik þar sem fangar verða uppvísir að slíkum agabrotum og ekki er hægt að ætla annað en að það sé meðal annars virku og góðu eftirliti að þakka.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá samanstendur sá samfélagshópur sem situr í afplánun refsivistar af ólíku fólki af ólíkum uppruna – og með ólíka fortíð. Þeir sem hafa átt við fíknivanda að stríða geta misstigið sig hér innanhúss á sama hátt og þeir gætu það annarsstaðar – því sannarlega eru fíknisjúkdómar ekki læknaðir með frelsissviptingunni einni saman.

Kvíabryggja er svokallað opið fangelsisúrræði og við vistmenn þess erum í nánum samskiptum innbyrðis og við starfsfólk. Sú nánd á einnig sinn þátt í að hindra að misnotkun á lyfjum geti viðgengist óáreitt.

Áðurnefndur fréttaflutningur gefur kolranga mynd af starfinu sem hér fer fram og við hörmum að starfsfólk Kvíabryggju, aðstandendur okkar og samfélagið í heild þurfi að sitja undir slíku.

Undirritað af öllum föngum á Kvíabryggju.
    Picture

    höfundar

    Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga,  um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is

    pistlasafn

    April 2020
    March 2020
    December 2019
    December 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    April 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    July 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014

    RSS Feed

AFSTAÐA Icelandic advocacy group for better prison policies and betterment.
© COPYRIGHT AFSTAÐA 2020
  • Forsíða
  • Um felagid
  • Blogg
  • Rannsoknir
  • Stjornsysla
  • Stefnumotun