Í skýrslu um markmið í fangelsismálum sem gefin var út af þáverandi fangelsismálastjóra kemur fram að það sé samdóma álit fagaðila stofnunarinnar að í raun uppfylli fleiri fangar skilyrði fyrir vistun í opnara fangelsi, annað hvort frá upphafi vistunar eða síðar á afplánunartímanum.
Fangelsisyfirvöld í Noregi hafa að leiðarljósi að enginn skuli afplána með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er til að tryggja öryggi. Því skuli dómþolar vistaðir í aðstæðum sem eru líkastar samfélaginu sem þeir eru skildir frá. Það leiðarljós hefur skilað lægstu endurkomutíðni á Norðurlöndunum, og þó víðar væri leitað. Rammgerð fangelsi eru bæði dýr og skila einstaklingum verr í stakk búna til að takast á við samfélagið en opin fangelsi. Markmið fangelsisvistar hlýtur þó ávallt að vera að viðkomandi einstaklingur verði nýtur samfélagsþegn. Ella verður hann baggi á samfélaginu, með ítrekaðri fangelsisvist. SJÁ EINNIG: Nýtt öryggisfangelsi - ónauðsynleg skepna? Lokuðum rýmum fjölgað Eins og fram kemur í aðsendri grein á Vísi í dag væri nær að við myndum fjölga opnum rýmum, sem verða þó einungis 22% af fangelsisrýmum á Íslandi eftir að rammgerða fangelsið á Hólmsheiði verður tekið i notkun. Til samanburðar eru um 40% rýma í Noregi opin, þar sem fæstar endurkomur eru. Í opnum fangelsum sinna starfsmenn uppbyggingar- og endurhæfingarstarfi á daginn, en oft er bara einn vaktmaður að næturlagi. Vistmenn eru enda útkeyrðir eftir annir dagsins. Rekstur opinna fangelsa skilar ekki bara meiri árangri, sem er samfélagslega arðsamt, heldur er reksturinn hagkvæmari þar sem fáir vinna að næturlagi. Nær væri að huga að innra starfi og eftirmeðferð, eins greinarhöfundur bendir á í grein sinni á Vísi i dag, þannig að einstaklingar næðu að fóta sig áfram í lífinu. Einhver misskilningur í gangi... Garðar Svansson, fangavörður gerir athugasemdir við vinnulagið á Kvíabryggju í grein á Vísi í dag. Forstöðumaðurinn bendir hins vegar réttilega á að Kvíabryggja sé ekki öryggisfangelsi. Fangelsið var enda ekki illa mannað, heldur voru starfsmenn að sinna störfum fyrir utan fangelsið. Starfsemi opinna fangelsa byggist enda á trausti - gagnkvæmu. Sé það brotið, hefur það afleiðingar. Fyrirhuguð er ferð á vegum íslenska fangavarðaskólans til Noregs. Téður Garðar verður með í för. Þó er ekki ætlunin að skoða hvernig Norðmenn standa að rekstri opinna fangelsa, jafnvel þó þeir séu að gera framúrskarandi hluti á því sviði. NEI! Skólastjóri fangavarðaskólans hefur ákveðið að skoðuð verði tvö öryggisfangelsi í ferðinni til Noregs. Það er einhver misskilningur í gangi á Íslandi. Fangelsismálastjórinn sagði fyrir heilum 10 árum síðan: “það er samdóma álit fagaðila stofnunarinnar að í raun uppfylli fleiri fangar skilyrði fyrir vistun í opnara fangelsi, annað hvort frá upphafi vistunar eða síðar á afplánunartímanum.“ Opin fangelsi eru enda bæði samfélagslega og fjárhagslega hagkvæm. Reikningsdæmið verður ekki skýrara. THE GUARDIAN: Bastøy: The Norwegian prison that works ritstjorn@afstada.is |
höfundarGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu bloggar, ásamt öðrum talsmönnum fanga, um málefni fanga og betrun. formadur@afstada.is pistlasafn
July 2023
|